Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
19. nóvember 2010

    Icelandic Fitness and Health ExpoMos­fell­ing­arn­ir og hjón­in Hjalti Úr­sus Árna­son og Halla Heim­is­dótt­ir­standa fyr­ir al­heimsvið­burði í Mos­fells­bæ um helg­ina, Icelandic Fit­n­essand Health Expo 2010. Bú­ist er við mikl­um fjölda þátt­tak­enda, ís­lensk­um sem er­lend­um.

    Icelandic Fitness and Health ExpoMos­fell­ing­arn­ir og hjón­in Hjalti Úr­sus Árna­son og Halla Heim­is­dótt­ir standa fyr­ir al­heimsvið­burði í Mos­fells­bæ um helg­ina, Icelandic Fit­n­ess and Health Expo 2010. Bú­ist er við mikl­um fjölda þátt­tak­enda, ís­lensk­um sem er­lend­um.

    Um er að ræða sýn­ingu, ráð­stefnu og keppni í hverju því sem við­kem­ur fit­n­ess og heilsu. Keppt verð­ur í vaxt­ar­rækt, aflraun­um, kraft­lyft­ing­um, fit­n­ess, mód­elfit­n­ess og ýms­um fleiri grein­um. Fyr­ir­tæki á svið fit­n­ess og heilsu­rækt­ar kynna vör­ur sín­ar og þekkt­asta fit­n­ess­mód­el í heimi, Monica Brant, mæt­ir á svæð­ið. Nán­ari upp­lýs­ing­ar um við­burð­inn er að finna á vef sýn­ing­ar­inn­ar, www.icelandic-expo.com

    Af þessu til­efni verð­ur hald­in lýð­heilsu­ráð­stefna á Grand Hót­el í Reykja­vík með það fyr­ir aug­um að fræða al­menn­ing og fag­fólk um all sem snýr að and­legri, fé­lags­legri og lík­am­legri heilsu. Með­al fyr­ir­les­ara er Mos­fell­ing­ur­inn Kol­brún Þor­steins­dótt­ir lýð­heilsu­fræð­ing­ur, sem ræð­ir um hvernig við get­um búið börn­in okk­ar und­ir heil­brigt líf. Nán­ari upp­lýs­ing­ar um ráð­stefn­una er að finna á vef Icelandic Fit­n­ess and Health Expo.