Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
22. október 2010

    Hópurinn í VarmárskólaÍ þess­ari viku hafa 28 nem­end­ur og 8 kenn­ar­ar frá Sví­þjóð, Lett­landi og­Lit­há­en ver­ið í heim­sókn í Varmár­skóla.  Þessi lönd taka þátt í Nor­dplusJ­uni­or verk­efn­inu „Start with your­self“ og tengjast 10. HMH ískól­an­um.  

    Hópurinn í VarmárskólaÍ þess­ari viku hafa 28 nem­end­ur og 8 kenn­ar­ar frá Sví­þjóð, Lett­landi og Lit­há­en ver­ið í heim­sókn í Varmár­skóla.  Þessi lönd taka þátt í Nor­dplus Juni­or verk­efn­inu „Start with your­self“ og tengjast 10. HMH í skól­an­um.  

    Nem­end­urn­ir gista hjá nem­end­um í 10. HMH sem hafa ásamt for­eld­urm sín­um og  kenn­ur­un­um Hönnu Maríu, Guð­laugu Ósk og Jónu Dís und­ir­bú­ið komu gest­anna. Nem­end­ur 10.HMH fara síð­an í des­em­ber til Sví­þjóð­ar, í mars til Lett­lands og í maí til Lit­há­en.

    Jóna Dís Braga­dótt­ir, kenn­ari seg­ir að verk­efn­ið snú­ist um það að gera nem­end­ur með­vit­að­ir um bætta heilsu og bætt um­hverfi.  “Nem­end­urn­ir eyddu ein­um degi í úti­kennslu­eld­húsi Varmár­skóla,  þar sem þeir leystu hinar ýmsu þraut­ir ásamt því að grilla brauð og búa til ís,” seg­ir Jóna Dís. “Hald­ið var „get– toget­her“ partý þar sem for­eldr­ar komu með veit­ing­ar og síð­an voru kynnt­ar nið­ur­stöð­ur úr spurn­inga­könn­un sem lögð var fyr­ir alla nem­end­ur um það sem snýr að um­hverf­is­heilsu. Síð­an var far­ið til Reykja­vík­ur þar sem hóp­ur­inn fór í rat­leik um mið­bæ Reykja­vík­ur. Hóp­ur­inn fór í Álfsnes og skoð­aði urð­un á sorpi og hvern­ig met­an­ið er unn­ið. Síð­asta dag­inn var far­inn Gullni hring­ur­inn og voru all­ir mjög glað­ir og ánægð­ir,” seg­ir hún.

    Efnt var til sam­keppni um logo verk­efn­is­ins og sig­ur­veg­ar­inn Örn Ólafs­son úr Varmár­skóla og verð­ur lógó­ið sett á boli sem nem­end­ur fá.

    Kenn­ar­arn­ir sem stóðu að þessu verk­efni vilja koma á fram­færi þökk­um til for­eldra barna í 10.HMH,  Mos­fells­bæ, stjórn­end­um Varmár­skóla og þeim kenn­ur­um Varmár­skóla sem studdu þá, því án stu­iðn­ings hefði verk­efn­ið ekki orð­ið að veru­leika, að sögn Jónu Dís­ar.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00