Í þessari viku hafa 28 nemendur og 8 kennarar frá Svíþjóð, Lettlandi ogLitháen verið í heimsókn í Varmárskóla. Þessi lönd taka þátt í NordplusJunior verkefninu „Start with yourself“ og tengjast 10. HMH ískólanum.
Í þessari viku hafa 28 nemendur og 8 kennarar frá Svíþjóð, Lettlandi og Litháen verið í heimsókn í Varmárskóla. Þessi lönd taka þátt í Nordplus Junior verkefninu „Start with yourself“ og tengjast 10. HMH í skólanum.
Nemendurnir gista hjá nemendum í 10. HMH sem hafa ásamt foreldurm sínum og kennurunum Hönnu Maríu, Guðlaugu Ósk og Jónu Dís undirbúið komu gestanna. Nemendur 10.HMH fara síðan í desember til Svíþjóðar, í mars til Lettlands og í maí til Litháen.
Jóna Dís Bragadóttir, kennari segir að verkefnið snúist um það að gera nemendur meðvitaðir um bætta heilsu og bætt umhverfi. “Nemendurnir eyddu einum degi í útikennslueldhúsi Varmárskóla, þar sem þeir leystu hinar ýmsu þrautir ásamt því að grilla brauð og búa til ís,” segir Jóna Dís. “Haldið var „get– together“ partý þar sem foreldrar komu með veitingar og síðan voru kynntar niðurstöður úr spurningakönnun sem lögð var fyrir alla nemendur um það sem snýr að umhverfisheilsu. Síðan var farið til Reykjavíkur þar sem hópurinn fór í ratleik um miðbæ Reykjavíkur. Hópurinn fór í Álfsnes og skoðaði urðun á sorpi og hvernig metanið er unnið. Síðasta daginn var farinn Gullni hringurinn og voru allir mjög glaðir og ánægðir,” segir hún.
Efnt var til samkeppni um logo verkefnisins og sigurvegarinn Örn Ólafsson úr Varmárskóla og verður lógóið sett á boli sem nemendur fá.
Kennararnir sem stóðu að þessu verkefni vilja koma á framfæri þökkum til foreldra barna í 10.HMH, Mosfellsbæ, stjórnendum Varmárskóla og þeim kennurum Varmárskóla sem studdu þá, því án stuiðnings hefði verkefnið ekki orðið að veruleika, að sögn Jónu Dísar.