Félagsþjónusta Mosfellsbæjar auglýsir laust starf í félagslegri heimaþjónustu. Um 40 % starf er að ræða og viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Heimaþjónustan veitir aðstoð við þrif og önnur heimilisstörf og markmið hennar er að efla einstaklinginn til sjálfshjálpar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsi við sem eðlilegastar aðstæður.
EIR HJÚKRUNARHEIMILI AUGLÝSIR EFTIR STARFSMANNI í félagslega heimaþjónustu MOSFELLSBÆJAR.
Félagsþjónusta Mosfellsbæjar auglýsir laust starf í félagslegri heimaþjónustu. Um 40 % starf er að ræða og viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Heimaþjónustan veitir aðstoð við þrif og önnur heimilisstörf og markmið hennar er að efla einstaklinginn til sjálfshjálpar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsi við sem eðlilegastar aðstæður.
Heimaþjónustan veitir aðstoð við þrif og önnur heimilisstörf og markmið hennar er að efla einstaklinginn til sjálfshjálpar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsi við sem eðlilegastar aðstæður. Heimaþjónusta er veitt þeim sem geta ekki hjálparlaust séð um heimilishald vegna skertrar getu eins og veikinda, álags, öldrunar eða fötlunar.
Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri og geta framvísað hreinu sakarvottorði.
Æskilegt að starfsmaður hafi bíl til umráða.
Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
Menntunar- og hæfnikröfur:
- Stundvísi í starfi er skilyrði
- Þjónustulundaður er æskilegt
- Áreiðanlegur og heiðarlegur
- Færni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði í starfi er æskilegt
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Áhugi á velferðarþjónustu.
Umsóknarfrestur er til og með 31. 10 2016.
Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið skulu berast á netfangið vm@mos.is.
Nánari upplýsingar um starfið gefur Valgerður Magnúsdóttir deildastjóri í félagslegri heimaþjónustu í síma: 566-8060 og 864-3599 eða með því að senda fyrirspurn í netfangið: vm@mos.is. Öllum umsóknum verður svarað.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi kjarasamningi Eflingar.
Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um starfið.