Heimanámsaðstoð fyrir 1. – 10. bekk fer fram á bókasafni Mosfellsbæjar og í Lágafellsskóla (stofa 111) alla þriðjudaga frá kl. 14:00-16:00 (hefst 11. 09) og í Klébergsskóla, Kjalanesi alla mánudaga frá 14:30-16:30 (hefst 10.09).
Sjálfboðaliðar Mosfellsbæjardeildar Rauða krossins bjóða upp á heimanámsaðstoð.
Sjálfboðaliðarnir aðstoða börnin alla þriðjudaga frá kl. 14:00-16:00 (hefst 11.09) á Bókasafni Mosfellsbæjar og í Lágafellsskóla (stofa 111).
Öll börn eru velkomin en við viljum ekki síst benda foreldrum og kennurum barna með námsörðugleika og barna sem hafa íslensku sem annað tungumál að hér er upplagt tækifæri til þess að læra heima og fá aðstoð eftir þörfum.
Það er létt og afslappað andrúmsloft og hver og einn fer á sínum hraða.
Nánari upplýsingar hjá Margréti Lúthersdóttur, verkefnisstjóra, s: 570-4000 / 898-6065, margretlu[hjá]redcross.is.