Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
29. apríl 2015

    Þriðju­dag­inn 12. maí verð­ur Heilsu­dag­ur­inn í Mos­fells­bæ hald­inn há­tíð­leg­ur í ann­að sinn und­ir yf­ir­skrift­inni “Heilsa og holl­usta fyr­ir alla”. Morg­un­ganga kl. 06. Mál­þing í Fram­halds­skól­an­um. Að kvöldi Heilsu­dags­ins verð­ur blás­ið til mál­þings­ins “Heilsa og holl­usta fyr­ir alla 2015”. Kjarni mál­þings­ins snýr að áherslu­þætti árs­ins 2015 sem er hreyf­ing og úti­vist og fáum við marga góða gesti til okk­ar.

    Þriðju­dag­inn 12. maí verð­ur Heilsu­dag­ur­inn í Mos­fells­bæ hald­inn há­tíð­leg­ur í ann­að sinn und­ir yf­ir­skrift­inni “Heilsa og holl­usta fyr­ir alla”.  


    Morg­un­ganga og mál­þing 

    Dag­ur­inn hefst snemma eða kl. 06:00 með hress­andi morg­un­göngu en hald­ið verð­ur á Mos­fell með Ferða­fé­lagi Ís­lands, lagt upp frá bíla­plan­inu við Mos­fells­kirkju. Að kvöldi Heilsu­dags­ins verð­ur blás­ið til mál­þings­ins “Heilsa og holl­usta fyr­ir alla 2015”. Kjarni mál­þings­ins snýr að áherslu­þætti árs­ins 2015 sem er hreyf­ing og úti­vist og fáum við marga góða gesti til okk­ar. Má þar með­al ann­ars nefna ný­skip­að­an land­lækni, Birgi Jakops­son, full­trúa frá Leir­vogstungu­skóla og Lága­fells­skóla, fróð­leik um hreyfiseðla og margt fleira. Að­al­fyr­ir­les­ari kvölds­ins verð­ur svo eng­inn ann­ar en íþróttafröm­uð­ur­inn og frum­kvöð­ull­inn Magnús Scheving sem er m.a. höf­und­ur Lata­bæj­ar. 

    Mál­þing­ið verð­ur hald­ið í Fram­hald­skól­an­um í Mos­fells­bæ kl. 19:30 – 21:40

    Heilsudagurinn í Mosfellsbæ 12. maí

     

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00