Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
12. júní 2015

  Það má svo sann­ar­lega skreyta Mos­fells­bæ með nafn­bót­inni heilsu­bær­inn þessa dag­ana. Íþrótta­við­burð­ir verða haldn­ir víða um bæ­inn um helg­ina. Þar má fyrst nefna Eim­skips­mótaröð­ina í golfi sem fer fram á Hlíð­ar­velli. Við völl­inn hef­ur und­ir­bún­ing­ur stað­ið yfir síð­ustu daga og skart­ar hann nú sínu feg­ursta og býð­ur bestu golfara lands­ins vel­komna. Áhorf­end­ur eru vel­komn­ir að fylgjast með. Þá var Li­verpool skól­inn sem er á veg­um Aft­ur­eld­ing­ar sett­ur á Tungu­bökk­um í gær. Þar fá ung­ir fót­boltakrakk­ar að kynn­ast nýj­um þjálf­un­ar­að­ferð­um og njóta þess að láta líf­ið snú­ast ein­göngu um fót­bolta í nokkra daga.

  Það má svo sann­ar­lega skreyta Mos­fells­bæ með nafn­bót­inni heilsu­bær­inn þessa dag­ana. Íþrótta­við­burð­ir verða haldn­ir víða um bæ­inn um helg­ina.

  Þar má fyrst nefna Eim­skips­mótaröð­ina í golfi sem fer fram á Hlíð­ar­velli. Við völl­inn hef­ur und­ir­bún­ing­ur stað­ið yfir síð­ustu daga og skart­ar hann nú sínu feg­ursta og býð­ur bestu golfara lands­ins vel­komna. Áhorf­end­ur eru vel­komn­ir að fylgjast með. 

   
  Þá var Li­verpool skól­inn sem er á veg­um Aft­ur­eld­ing­ar sett­ur á Tungu­bökk­um í gær. Þar fá ung­ir fót­boltakrakk­ar að kynn­ast nýj­um þjálf­un­ar­að­ferð­um og njóta þess að láta líf­ið snú­ast ein­göngu um fót­bolta í nokkra daga. 

  Hlaup­ar­ar eru vel­komn­ir í Mos­fells­bæ enda fara fram tvö hlaup um helg­ina. Í dag verð­ur hið ár­lega Ála­foss­hlaup ræst í Ála­fosskvos­inni. Hlaup­ið á sér langa sögu sem nær allt til árs­ins 1921. Hlaup­ið er níu kíló­metr­ar og ætti að henta bæði byrj­end­um og lengra komn­um. Hlaup­ið er á marg­breyti­legu und­ir­lagi og leit­ast við að velja óvenju­leg­ar hlaupaleið­ir. 

   
  Kvenna­hlaup­ið fer svo fram í Mos­fells­bæ á morg­un laug­ar­dag. Þar verð­ur karni­val stemn­ing að Varmá þar sem alla jafna koma sam­an á ann­að þús­und kvenna til að ganga og hlaupa sam­an. Hlaup­ið verð­ur ræst klukk­an 11.00. 

  Flest­ir ættu því að finna sér stað og stund til að njóta hreyf­ing­ar og úti­vist­ar í Mos­fells­bæ um helg­ina nú þeg­ar sum­ar­ið er loks­ins kom­ið.

  Netspjall

  Opið virka daga
  mán. – fim. 8:00-16:00
  fös. 8:00-14:00

  Þjónustuver 525-6700

  Opið virka daga
  mán. – fim. 8:00-16:00
  fös. 8:00-14:00