Það má svo sannarlega skreyta Mosfellsbæ með nafnbótinni heilsubærinn þessa dagana. Íþróttaviðburðir verða haldnir víða um bæinn um helgina. Þar má fyrst nefna Eimskipsmótaröðina í golfi sem fer fram á Hlíðarvelli. Við völlinn hefur undirbúningur staðið yfir síðustu daga og skartar hann nú sínu fegursta og býður bestu golfara landsins velkomna. Áhorfendur eru velkomnir að fylgjast með. Þá var Liverpool skólinn sem er á vegum Aftureldingar settur á Tungubökkum í gær. Þar fá ungir fótboltakrakkar að kynnast nýjum þjálfunaraðferðum og njóta þess að láta lífið snúast eingöngu um fótbolta í nokkra daga.
Það má svo sannarlega skreyta Mosfellsbæ með nafnbótinni heilsubærinn þessa dagana. Íþróttaviðburðir verða haldnir víða um bæinn um helgina.
Þar má fyrst nefna Eimskipsmótaröðina í golfi sem fer fram á Hlíðarvelli. Við völlinn hefur undirbúningur staðið yfir síðustu daga og skartar hann nú sínu fegursta og býður bestu golfara landsins velkomna. Áhorfendur eru velkomnir að fylgjast með.
Þá var Liverpool skólinn sem er á vegum Aftureldingar settur á Tungubökkum í gær. Þar fá ungir fótboltakrakkar að kynnast nýjum þjálfunaraðferðum og njóta þess að láta lífið snúast eingöngu um fótbolta í nokkra daga.
Hlauparar eru velkomnir í Mosfellsbæ enda fara fram tvö hlaup um helgina. Í dag verður hið árlega Álafosshlaup ræst í Álafosskvosinni. Hlaupið á sér langa sögu sem nær allt til ársins 1921. Hlaupið er níu kílómetrar og ætti að henta bæði byrjendum og lengra komnum. Hlaupið er á margbreytilegu undirlagi og leitast við að velja óvenjulegar hlaupaleiðir.
Kvennahlaupið fer svo fram í Mosfellsbæ á morgun laugardag. Þar verður karnival stemning að Varmá þar sem alla jafna koma saman á annað þúsund kvenna til að ganga og hlaupa saman. Hlaupið verður ræst klukkan 11.00.
Flestir ættu því að finna sér stað og stund til að njóta hreyfingar og útivistar í Mosfellsbæ um helgina nú þegar sumarið er loksins komið.