Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
18. desember 2009

  Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti sam­hljóða í gær­kvöldi fjár­hags­áætlun fyr­ir árið 2010.

  Áætlun var unn­in sam­eig­in­lega af öll­um flokk­um í bæj­ar­stjórn líkt og gert var fyr­ir árið 2009. Megin­á­hersl­ur í fjár­hags­áætl­un­inni eru að standa vörð um fjöl­skyld­ur og vel­ferð, en tryggja um leið að bæj­ar­fé­lag­ið veiti áfram góða öfl­uga þjón­usta. Yf­ir­skrift fjár­hags­áætl­un­ar­inn­ar er: Hag­ræð­ing – upp­bygg­ing – vel­ferð.

  Hagrætt verð­ur í rekstri bæj­ar­ins til að mæta lægri tekj­um sem og hækk­un kostn­að­ar og launa svo kom­ast megi hjá því að hækka gjald­skrár vegna þjón­ustu í grunn- og leik­skól­um og skerða styrki og heim­greiðsl­ur. Frek­ari  hag­ræð­ing­ar­krafa hef­ur ver­ið gerð á yf­ir­stjórn sveit­ar­fé­lags­ins, sem og stjórn­un­ar­deild­ir stofn­ana. Starfs­fólk Mos­fells­bæj­ar tek­ur að sér aukin verk­efni auk þess sem  áhersla er á enn frek­ara sam­st­arf milli stofn­ana og deilda í því skyni að ná sem mestri hag­ræð­ingu. Hagrætt verð­ur í við­halds­verk­efn­um og for­gangsr­að­að út frá ör­ygg­is­sjón­ar­mið­um og brýnni þörf. Þess má geta að rekstr­ar­gjöld hafa nánast stað­ið í stað frá ár­inu 2008 þrátt fyr­ir mikla verð­bólgu og hafa því lækkað að raun­gildi.

  Mos­fells­bær er mik­ill skóla- og íþrótta­bær og eft­ir­sótt­ur af barna­fjöl­skyld­um og þar verð­ur ekk­ert gef­ið eft­ir á næst­kom­andi fjár­hags­ári. Óhjá­kvæmi­legt hef­ur þó ver­ið að hagræða í rekstri skóla og leik­skóla en með góðri sam­vinnu for­stöðu­manna og starfs­fólks skól­anna hef­ur tek­ist að tak­marka eins og hægt er áhrifin af því á nem­end­ur og barna­fjöl­skyld­ur.

  Stefnt er að áfram­hald­andi sam­starfi frí­stunda­selja við íþrótta­fé­lög um þró­un íþrótta- og tóm­stund­starfs fyr­ir yngstu grunn­skóla­nem­end­ur, en Íþrótta­fjör­ið sem hófst í haust hef­ur stuðlað að þró­un heild­stæðs skóla­dags fyr­ir börn og fjöl­skyld­ur sem hef­ur ver­ið markmið Mos­fells­bæj­ar í mörg ár. Styrk­ir til íþrótta­fé­laga aukast um 15% á milli ára, sem er til marks um þá áherslu sem lögð er á að leggja rækt við barna og ung­lingast­arf í Mos­fells­bæ.

  Þá verð­ur nýr skóli tek­inn í notk­un í byrj­un árs, Krika­skóli, sem verð­ur skóli fyr­ir eins til níu ára börn. Á ár­inu verð­ur  haf­ist  handa við und­ir­bún­ing á bygg­ingu nýs fram­halds­skóla í mið­bæ Mos­fells­bæj­ar í sam­vinnu við rík­is­vald­ið. Einn­ig verð­ur haf­inn und­ir­bún­ing­ur að bygg­ingu hjúkr­un­ar­heim­ils að Hlað­hömr­um í sam­vinnu við Eir og rík­is­vald­ið.

  Gert er ráð fyr­ir að skatt­tekj­ur lækki að raun­gildi milli ára. Þrátt fyr­ir það verði veltufé frá rekstri já­kvætt um 86 mkr og áætluð rekstr­arnið­ur­staða A-hluta já­kvæð um 3,5 mkr.

  Heild­ar­tekj­ur A og B hluta bæj­ar­sjóðs Mos­fells­bæj­ar á ár­inu 2010 eru áætl­að­ar 4.612 mkr. en gjöld án fjár­magnsliða áætluð 4.190 mkr.  Rekstr­araf­gang­ur án fjár­magn­liða er áætl­að­ur 423 mkr., fjár­magnslið­ir er 425 mkr. og því rekstr­arnið­ur­staða sam­stæð­unn­ar nei­kvæð um 2 mkr.

  Út­svars­pró­senta verð­ur 13,19% og er enn 9 punkt­um und­ir leyfi­legu há­marks­út­svari. Út­svar­s­tekj­ur eru áætl­að­ar 2.682 mkr. sem er hækk­un um 2,7% milli ára. Tekj­ur af fast­eigna­skött­um eru áætl­að­ar 460 mkr. aukn­ing um tæp­ar 2 mkr frá fyrra ári vegna fjölg­un­ar íbúða. Álagn­inga­hlut­fall fast­eigna­skatts íbúð­ar­hús­næð­is er óbreytt en fast­eigna­skatt­ur af at­vinnu­hús­næði verð­ur leið­rétt­ur sem nem­ur lækk­un fast­eigna­mats.

  Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri seg­ir: “Fjár­hag­ur Mos­fells­bæj­ar er traust­ur og hafa skuld­ir á und­an­förn­um árum lækkað að raun­gildi sam­fara hækk­un á eig­in­fjár­hlut­falli, þrátt fyr­ir lán­tök­ur árs­ins 2009. Það ger­ir bæj­ar­sjóði kleift að takast á við það krefj­andi um­hverfi sem nú blas­ir við. Mik­il og ötul vinna hef­ur ver­ið lögð í að koma þess­ari áætlun sam­an og hef­ur það ver­ið meira krefj­andi en nokkru sinni fyrr en nið­ur­stað­an er vel ásætt­an­leg mið­að við að­stæð­ur. Það er okk­ur mik­il­vægt að auka ekki byrð­ar á barna­fjöl­skyld­ur og þá sem þurfa á fé­lags­legri þjón­ustu að halda.”

  Nán­ari upp­lýs­ing­ar:
  Sig­ríð­ur Dögg Auð­uns­dótt­ir, for­stöðu­mað­ur kynn­ing­ar­mála hjá Mos­fells­bæ

  Við­töl veita:
  Har­ald­ur Sverris­son, odd­viti D-lista og bæj­ar­stjóri
  Karl Tóm­asson, odd­viti V- lista og for­seti bæj­ar­stjórn­ar
  Jón­as Sig­urðs­son, odd­viti S-lista
  Marteinn Magnús­son, odd­viti B-lista

  Netspjall

  Opið virka daga
  mán., þri., fim. 8:00-16:00
  mið. 8:00-18:00
  fös. 8:00-14:00

  Þjónustuver 525-6700

  Opið virka daga
  mán., þri., fim. 8:00-16:00
  mið. 8:00-18:00
  fös. 8:00-14:00