Mosfellsbær hefur átt samstarf við rannsóknarmiðstöðina Rannsóknir og greining ehf. (R&G) í um áratug. Samstarfið felst í því að bæjarfélagið kaupir niðustöður rannsókna sem fyrirtækið framkvæmir árlega meðal grunnskóla bæjarfélagsins. Þar er athygli beint að högum og líðan barnanna; stuðningi og eftirliti foreldra, þátttöku í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi. Kannað er viðhorf nemenda til náms og skóla ásamt líðan þeirra þar. Þá er fjallað um tengsl nemenda við jafnaldra, notkun þeirra á netmiðlum, lestur bóka og viðhorf þeirra til jafnréttis.
Mosfellsbær hefur átt samstarf við rannsóknarmiðstöðina Rannsóknir og greining ehf. (R&G) í um áratug. Samstarfið felst í því að bæjarfélagið kaupir niðustöður rannsókna sem fyrirtækið framkvæmir árlega meðal grunnskóla bæjarfélagsins. Þar er athygli beint að högum og líðan barnanna; stuðningi og eftirliti foreldra, þátttöku í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi. Kannað er viðhorf nemenda til náms og skóla ásamt líðan þeirra þar. Þá er fjallað um tengsl nemenda við jafnaldra, notkun þeirra á netmiðlum, lestur bóka og viðhorf þeirra til jafnréttis.
Nýverið endurnýjaði Mosfellsbær og R&G samstarfssamning sinn og er hann til loka ársins 2020. Myndin er tekin af Haraldi Sverrissyni bæjarstjóra og Jóni Sigfússyni frá fyrirtækinu Rannsóknir og greining ehf. í tengslum við undirritun samningsins.