Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
6. febrúar 2022

    Að­gerða­stjórn höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins vek­ur at­hygli á því að lýst hef­ur ver­ið yfir hættu­stigi al­manna­varna vegna af­taka­veð­urs sem er spáð í nótt og fyrra­mál­ið.

    App­el­sínu­gul við­vörun gild­ir frá kl. 01:30 – 04:00 og rauð við­vörun frá kl. 04:00 – 08:00. Spáð er suð­aust­an stormi og hríð og síð­an suð­aust­an roki eða ofsa­veðri. Jafn­framt er spáð snjó­komu seint í nótt og élj­um í fyrra­mál­ið.

    Að­gerða­stjórn hvet­ur fólk ein­dreg­ið til að halda sig heima á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á með­an þetta geng­ur yfir og alls ekki vera á ferð­inni að nauð­synja­lausu. Þá er mik­il­vægt að hafa í huga að þeg­ar veðr­inu slot­ar er við­bú­ið að sam­göng­ur verði enn í ólestri, en reynsl­an sýn­ir að það tek­ur tölu­verð­an tíma að ryðja all­ar húsa­göt­ur í um­dæm­inu. Veðr­ið mun einn­ig hafa áhrif á ferð­ir stræt­is­vagna og er fólk hvatt til að fylgjast með hvenær þeir verða aft­ur á ferð­inni á morg­un og þá nýta sér þjón­ustu þeirra þeg­ar þar að kem­ur. Það er því ít­rekað að drjúg­an tíma mun taka að ryðja húsa­göt­ur og er fólk beð­ið um að virða það.

    Auk sam­gangna er fyr­ir­sjá­an­leg víð­tæk truflun skóla­halds og í at­vinnu­líf­inu vegna þessa af­taka­veð­urs. At­vinnu­rek­end­ur eru sér­stak­lega beðn­ir um að tryggja það að vakta­vinnu­fólk og að­r­ir starfs­menn komi ým­ist fyrr eða seinna til vinnu m.t.t. veð­ur­spár og færð­ar. Þetta gild­ir líka um mik­il­væga starf­semi, sjúkra­hús, vel­ferð­ar­þjón­ustu o.s.frv. Þá ligg­ur fyr­ir að sund og íþrótta­mann­virki á veg­um sveit­ar­fé­lag­anna verða lok­uð a.m.k. til há­deg­is á morg­un.

    Að síð­ustu ít­rek­ar að­gerða­stjórn höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins að fólk haldi sig heima á morg­un og fylg­ist mjög vel með veðri, færð og til­kynn­ing­um frá al­manna­vörn­um. Sýn­um þol­in­mæði og til­lits­semi og för­um var­lega í hví­vetna.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00