Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
24. nóvember 2010

    Hættur á netinuIn­ter­net­ið er ört vax­andi af­þrey­ing­arog sam­skiptamið­ill barna og ung­linga. Þótt þar megi margt gott finna, leyn­ist þar einn­ig ým­is­legt mis­jafnt. Um þetta verð­ur fjallað á opnu húsi Skóla­skrif­stofu Mos­fells­bæj­ar í kvöld í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar kl. 20-21.

    Hættur á netinuIn­ter­net­ið er ört vax­andi af­þrey­ing­arog sam­skiptamið­ill barna og ung­linga. Þótt þar megi margt gott finna, leyn­ist þar einn­ig ým­is­legt mis­jafnt.

    Á næsta opna húsi vetr­ar­ins, sem Skóla­skrif­stofa Mos­fells­bæj­ar stend­ur fyr­ir þann 24. nóv­em­ber nk. kl. 20.00, held­ur Haf­þór Barði Birg­is­son, 37 ára tóm­stunda- og fé­lags­mála­fræð­ing­ur, er­indi um ábyrga net­notk­un barna og ung­linga.

    Haf­þór hef­ur hald­ið fyr­ir­lestra um ábyrga net­notk­un frá ár­inu 2004 og mun í þessu er­indi fjalla um helstu hætt­ur sem þar ber að var­ast fyr­ir börn og ung­linga og hvern­ig stuðla megi að já­kvæðri og ábyrgri net­notk­un þeirra. Far­ið er inn á allt það helsta og nýj­asta sem er í gangi í net­heim­um.

    Að­gang­ur ókeyp­is og heitt á könn­unni.

    Skóla­skrif­stofa Mos­fells­bæj­ar

    Opnu hús­in hjá Skóla­skrif­stofu hafa ver­ið í gangi í 7 ár, alltaf hald­in síð­asta mið­viku­dag í mán­uði yfir vet­ur­inn, í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar frá klukk­an 20 – 21

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00