Mosfellsbær vinnur nú að gerð göngustígs milli Helgafellshverfis og Reykjalundar, með stígagerð og uppsetningu göngubrúar yfir Skammadalslæk.
Mosfellsbær vinnur nú að gerð göngustígs milli Helgafellshverfis og Reykjalundar, með stígagerð og uppsetningu göngubrúar yfir Skammadalslæk. Stígurinn, sem er malastígur, mun liggja frá enda Snæfríðargötu og tengjast stígakerfi Reykjalundar.
Tilgangurinn er að bæta samgöngur gangandi fólks milli Helgafellshverfis og Reykjahverfis, meðal annars aðgengi nýrra íbúa í Helgafellshverfi að almenningssamgöngum við Reykjalund.
Vagn nr. 15 ekur frá Reykjalundi að Háholti og um Álfatanga og Baugshlíð niður í Ártún, að Hlemmi og alla leið í vesturbæ Reykjavíkur.
Gert er ráð fyrir því að framkvæmdum við nýja stíginn verði lokið í næstu viku.