Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
17. febrúar 2017

    Mos­fells­bær vinn­ur nú að gerð göngu­stígs milli Helga­fells­hverf­is og Reykjalund­ar, með stíga­gerð og upp­setn­ingu göngu­brú­ar yfir Skamma­dalslæk.

    Mos­fells­bær vinn­ur nú að gerð göngu­stígs milli Helga­fells­hverf­is og Reykjalund­ar, með stíga­gerð og upp­setn­ingu göngu­brú­ar yfir Skamma­dalslæk. Stíg­ur­inn, sem er mala­stíg­ur, mun liggja frá enda Snæfríð­ar­götu og tengjast stíga­kerfi Reykjalund­ar.

    Til­gang­ur­inn er að bæta sam­göng­ur gang­andi fólks milli Helga­fells­hverf­is og Reykja­hverf­is, með­al ann­ars að­gengi nýrra íbúa í Helga­fells­hverfi að al­menn­ings­sam­göng­um við Reykjalund.

    Vagn nr. 15 ekur frá Reykjalundi að Há­holti og um Álfa­tanga og Baugs­hlíð nið­ur í Ár­tún, að Hlemmi og alla leið í vest­ur­bæ Reykja­vík­ur.

    Gert er ráð fyr­ir því að fram­kvæmd­um við nýja stíg­inn verði lok­ið í næstu viku.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00