Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
5. september 2017

    Verk­efn­inu Göng­um í skól­ann verð­ur hleypt af stokk­un­um í ell­efta sinn mið­viku­dag­inn 6. sept­em­ber næst­kom­andi og lýk­ur svo form­lega með al­þjóð­lega Göng­um í skól­ann deg­in­um mið­viku­dag­inn 4. októ­ber.

    Verk­efn­inu Göng­um í skól­ann verð­ur hleypt af stokk­un­um í ell­efta sinn mið­viku­dag­inn 6. sept­em­ber næst­kom­andi og lýk­ur svo form­lega með al­þjóð­lega Göng­um í skól­ann deg­in­um mið­viku­dag­inn 4. októ­ber. Markmið verk­efn­is­ins er að hvetja börn til að til­einka sér virk­an ferða­máta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferð­ast á ör­ugg­an hátt í um­ferð­inni.

    Ein ein­fald­asta leið­in til að auka hreyf­ingu í dag­legu lífi er að velja virk­an ferða­máta, svo sem göngu, hjól­reið­ar, hlaup, línu­skaut­ar og hjóla­bretti. Ávinn­ing­ur­inn er ekki að­eins bund­inn við and­lega og lík­am­lega vellíð­an held­ur er þetta einn­ig um­hverf­i­s­væn og hag­kvæm leið til að kom­ast á milli staða.

    Átaks­verk­efn­ið er orð­ið að ár­leg­um við­burði í mörg­um skól­um og býð­ur upp á lær­dóms­ríka og skemmti­lega leið fyr­ir nem­end­ur til að fræð­ast um um­ferð­ar­regl­ur, ör­yggi og um­hverf­is­mál.

    Á síð­asta ári tóku millj­ón­ir barna í yfir 40 lönd­um viðs veg­ar um heim­inn þátt í Göng­um í skól­ann með ein­um eða öðr­um hætti. Hér á landi voru um 70 skól­ar skráð­ir til leiks á síð­asta ári og hef­ur þátt­tak­an vax­ið jafnt og þétt í gegn­um árin, en fyrsta árið voru þátt­töku­skól­ar 26 tals­ins.

    Að Göng­um í skól­ann verk­efn­inu standa eft­ir­tald­ir að­il­ar: Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­band Ís­lands, Sam­göngu­stofa, Embætti Land­lækn­is, Rík­is­lög­reglu­stjóri, Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­ið, Heim­ili og skóli og Slysa­varn­ar­fé­lag­ið Lands­björg.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00