Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
18. febrúar 2016

    Mos­fells­bær tek­ur virk­an þátt í átak­inu með því að vekja at­hygli á verk­efn­inu og hvetja starfs­menn bæj­ar­ins til að klæð­ast rauðu föstu­dag­inn 19. fe­brú­ar. GoR­ed átak­ið mið­ar að því að fræða kon­ur um áhættu­þætti og ein­kenni hjarta- og æða­sjúk­dóma.

    GoR­ed átak­ið mið­ar að því að fræða kon­ur um áhættu­þætti og ein­kenni hjarta- og æða­sjúk­dóma.

    Mos­fells­bær tek­ur virk­an þátt í átak­inu með því að vekja at­hygli á verk­efn­inu og hvetja starfs­menn bæj­ar­ins til að klæð­ast rauðu föstu­dag­inn 19. fe­brú­ar.

    Hjarta- og æða­sjúk­dóm­ar eru al­geng­asta dánar­or­sök kvenna á Ís­landi líkt og ann­ars­stað­ar í heim­in­um. GoR­ed átak­ið mið­ar að því að fræða kon­ur um áhættu­þætti og ein­kenni hjarta- og æða­sjúk­dóma og hvern­ig draga megi úr lík­um á þess­um sjúk­dóm­um. Mos­fells­bær tek­ur virk­an þátt í átak­inu með því að vekja at­hygli á verk­efn­inu og hvetja starfs­menn bæj­ar­ins til að klæð­ast rauðu föstu­dag­inn 19. fe­brú­ar.

    Al­heimsátak á veg­um Wor­ld Heart Federati­on

    GoR­ed átak­ið er al­heimsátak á veg­um Wor­ld Heart Federati­on og hófst á Ís­landi árið 2009. Um er að ræða sam­starfs­verk­efni Hjarta­vernd­ar, Hjarta­heilla, Heila­heilla og fag­deild­ar hjarta­hjúkr­un­ar­fræð­inga. Vernd­ari átaks­ins hér á landi er Ingi­björg Pálma­dótt­ir, fyrr­um heil­brigð­is­ráð­herra. Formað­ur stjórn­ar GoR­ed er Þórdís Jóna Hrafn­kels­dótt­ir sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um.

    Aukin vit­und og þekk­ing

    Kon­ur eru oft ekki með­vit­að­ar um eig­in áhættu og áhættu­þætti. Sam­kvæmt rann­sókn­um Hjarta­vernd­ar eykst tíðni áhættu­þátta hjá kon­um eft­ir 50 ára ald­ur, og má þar nefna hækk­að­an blóð­þrýst­ing, hátt kó­lesteról, syk­ur­sýki og of­þyngd. Já­kvætt er að veru­lega hef­ur dreg­ið úr reyk­ing­um á Ís­landi en reyk­ing­ar eru mjög stór áhættu­þátt­ur hjarta- og æða­sjúk­dóma, ekki síst hjá kon­um. Með hollu mataræði og reglu­bund­inni hreyf­ingu má hafa áhrif á flesta áhættu­þætti hjarta- og æða­sjúk­dóma. Það eru ein­ung­is fá­ein ár síð­an far­ið var að leggja áherslu á að miðla sér­stak­lega upp­lýs­ing­um til kvenna og heil­brigð­is­fag­fólks um hve tíðni hjarta- og æða­sjúk­dóma er há hjá kon­um. Mik­il­vægt er að upp­lýsa kon­ur um fyrstu ein­kenni hjarta- og heila­æða­sjúk­dóma til að geta brugð­ist skjótt við.

    Hér má sjá Face­book síðu átaks­ins og eru all­ir hvatt­ir til að senda inn mynd af sér í rauðu á morg­un, föstu­dag­inn 19. fe­brú­ar, sem er hinn op­in­beri dag­ur GoR­ed átaks­ins.

     

    Fræðslu- og skemmti­dagskrá – vit­und­ar­vakn­ing um kon­ur og hjarta­sjúk­dóma 21. fe­brú­ar

    Iðnó þar sem hjartað slær á konu­dag­inn 21. fe­brú­ar kl. 13.-15. Hús­ið opn­ar 12:40. 
    Hauk­ur Heið­ar Ing­ólfs­son leik­ur á pí­anó, Þórdís Jóna Hrafn­kels­dótt­ir formað­ur GoR­ed býð­ur fólk vel­kom­ið.

    Fram koma
    Björn Thorodd­sen
    Improv Ís­lanD
    Anna Þóra Björns­dótt­ir, uppist­and­ari

    FYR­IR­LESTR­AR
    ”Hjarta­vænt fæði – er það til?”
    Ólöf Guðný Geirs­dótt­ir,nær­ing­ar­fræð­ing­ur
    ”Hjartað, lífstíll­inn og Ham­ingj­an”
    Erla Gerð­ur Sveins­dótt­ir, heim­il­is­lækn­ir
    ”Skipt­ir máli að hjartað slái í takt?”
    Hilma Hólm, hjarta­lækn­ir

    Kynn­ir Hulda Geirs­dótt­ir

    Að­gang­ur ókeyp­is.

    Go Red

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00