Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
20. september 2017

    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar hef­ur sam­þykkt að fram­veg­is verði grunn­skóla­börn­um í Mos­fells­bæ veitt­ur nauð­syn­leg­ur hluti náms­gagna, þeim að kostn­að­ar­lausu.

    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar hef­ur sam­þykkt að fram­veg­is verði grunn­skóla­börn­um í Mos­fells­bæ veitt­ur nauð­syn­leg­ur hluti náms­gagna, þeim að kostn­að­ar­lausu. Það fel­ur í sér að sveit­ar­fé­lag­ið legg­ur til nauð­syn­leg rit­föng sem keypt verða í gegn­um örút­boð Rík­is­kaupa. Gert er ráð fyr­ir að um 1650 nem­end­ur hefji nám í grunn­skól­um Mos­fells­bæj­ar nú í haust og að áætl­að­ur kostn­að­ur við sam­eig­in­leg inn­kaup verði um 8,3 millj­ón­ir króna.

    Stuðl­ar að jafn­ræði til náms

    Mos­fells­bær er fjöl­skyldu­vænt og fram­sæk­ið bæj­ar­fé­lag sem hug­ar að vel­ferð og þjón­ustu við íbúa sína. Gjald­frjálst skyldu­nám stuðl­ar að jafn­ræði til náms óháð efna­hag og end­ur­spegl­ar einn­ig ákvæði Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna um að ekki megi mis­muna börn­um með­al ann­ars vegna fé­lags­legr­ar stöðu eða stöðu for­eldra. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Mos­fells­bæ.

    Lækk­un út­gjalda fyr­ir barna­fjöl­skyld­ur

     „Ég styð heils­hug­ar að stuðlað sé að hag­kvæm­ari inn­kaup­um þeg­ar kem­ur að náms­gögn­um og öðr­um bún­aði sem er not­að­ur í starf­semi Mos­fells­bæj­ar,“ seg­ir Har­ald­ur Sverrison bæj­ar­stjóri. Þessi ráð­stöf­un skil­ar sér í lækk­un út­gjalda fyr­ir barna­fjöl­skyld­ur í bæn­um og kem­ur sér ef­laust vel á mörg­um stöð­um.“

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00