Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
1. október 2018

  Fyrsta skóflu­stung­an að nýrri gas- og jarð­gerð­ar­stöð SORPU var tekin í Álfs­nesi 17. ág­úst af Guð­mundi Inga Guð­brands­syni um­hverf­is­ráð­herra og sex full­trú­um sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

  Fyrsta skóflu­stung­an að nýrri gas- og jarð­gerð­ar­stöð SORPU var tekin í Álfs­nesi 17. ág­úst af Guð­mundi Inga Guð­brands­syni um­hverf­is­ráð­herra og sex full­trú­um sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Með til­komu stöðv­ar­inn­ar verð­ur gjör­bylt­ing í með­höndl­un heim­il­isúr­gangs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og urð­un líf­ræns úr­gangs verð­ur lið­in tíð.

  Áætlað er að stöðin verði komin í full­an rekst­ur fyrri hluta árs 2020 en mark­mið­ið með bygg­ingu gas- og jarð­gerð­ar­stöðv­ar­inn­ar er að end­ur­nýta um 95% af þeim líf­ræna úr­gangi sem til fell­ur á heim­il­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Árs­fram­leiðsla stöðv­ar­inn­ar verð­ur ann­ars veg­ar um 3 millj­ón­ir Nm3 af me­tangasi, sem hægt er að nýta sem eldsneyti á öku­tæki, og hins veg­ar 10-12.000 tonn af jarð­vegs­bæti, sem hent­ar vel til land­græðslu.

  Gas- og jarð­gerð­ar­stöð er lofts­lags­mál

  Gas- og jarð­gerð­ar­stöðin er mik­il­vægt skref í að draga úr út­blæstri gróð­ur­húsaloft­teg­unda vegna með­höndl­un­ar úr­gangs. Nýt­ing met­ans í stað jarð­efna­eldsneyt­is á öku­tæki hef­ur í för með sér veru­leg­an ávinn­ing fyr­ir um­hverf­ið. Breytt vinnsla heim­il­isúr­gangs mun hafa marg­vís­leg já­kvæð áhrif á bæði um­hverfi og sam­fé­lag.

  „Það er ánægju­legt að fram­kvæmd­ir séu nú að hefjast við bygg­ingu gas- og jarð­gerð­ar­stöðv­ar­inn­ar,“ seg­ir Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar. „Um er að ræða mik­il­vægt um­hverf­is­mál sem varð­ar okk­ur öll og þá skipt­ir miklu fyr­ir okk­ur Mos­fell­inga að allri urð­un í Álfs­nesi verð­ur hætt þeg­ar stöðin verð­ur komin í rekst­ur. Við höf­um fylgt þessu verk­efni eft­ir af festu á vett­vangi SORPU og að mínu mati átti það þátt í að flýta þessu verk­efni.“

  Netspjall

  Opið virka daga
  mán. – fim. 8:00-16:00
  fös. 8:00-12:00

  Þjónustuver 525-6700

  Opið virka daga
  mán. – fim. 8:00-16:00
  fös. 8:00-12:00