Laugardaginn 13. maí næstkomandi höldum við upp á fyrirmyndardag í Mosó þar sem Mosfellsbær býður upp á skemmtilega dagskrá fyrir alla fjölskylduna, stóra sem smáa.
Laugardaginn 13. maí höldum við upp á fyrirmyndardag í Mosó þar sem Mosfellsbær býður upp á skemmtilega dagskrá fyrir alla fjölskylduna, stóra sem smáa.
Dagskrá:
- Wipeout brautin í Lágafellslaug – kl. 11:00-16:00
- Ratleikur sem byrjar í Álafosskvos – kl. 11:00-13:00
- Íslandsmót í Yfir á Stekkjarflöt – kl. 12:00-13:00
- Grillaðar pylsur á Miðbæjartorgi – kl. 13:00-15:00
- Hjólabraut og Parkuor sýning á Miðbæjartorgi – kl. 13:00-16:00
- Tónlist á Miðbæjartorginu – kl. 13:00-16:00
– Hljómsveitirnar Ready, Dynamite og Piparkorn leika kl. 13:00-14:00
– DJ kl. 14:00-15:00
– Hljómsveitirnar Ready, Dynamite og Piparkorn leika kl. 15:00-16:00.
Nemendur í FMOS verða með skemmtilega útileiki undir heitinu „Út í leiki“ sem er ætlað allri fjölskyldunni. Leikarnir hefjast kl. 19:00 og verða staðsetning leikja á Stekkjarflöt, í Holtunum – Brattholt/Bergholt og Lágafellssvæði – Rituhöfði/Arnarhöfði.
Ath.: Viðburðurinn „Út í leiki“ frestast til 17. maí vegna veðurs.
Hvetjum alla til að taka þátt og munum að samvera skapar góð tengsl.
Verum saman – Vertu með!