Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
4. maí 2017

    Mos­fells­bær hef­ur kom­ið upp glæsi­legu fugla­skoð­un­ar­húsi í Leiru­vogi sem stend­ur öll­um fugla­áhuga­mönn­um opið.

    Mos­fells­bær hef­ur kom­ið upp glæsi­legu fugla­skoð­un­ar­húsi í Leiru­vogi sem stend­ur öll­um fugla­áhuga­mönn­um opið. Leiru­vog­ur­inn er ein­stak­ur hvað varð­ar fugla­líf all­an árs­ins hring og því gott að fylgjast þar með fugl­um í sínu nátt­úru­lega um­hverfi. Hús­ið er vel stað­sett ná­lægt leirunni, þar sem fjöldi vað­fugla held­ur til, og úr því er góð yf­ir­sýn yfir Langa­tanga, sem marg­ar fugla­teg­und­ir nýta sér sem hvíld­ar­stað.

    Inni í hús­inu er að finna gein­argott upp­lýs­inga­skilti um fugla­líf­ið á svæð­inu ásamt gesta­bók sem gest­ir eru hvatt­ir til að rita nafn sitt í. Að­staða fyr­ir fatl­aða er góð og gert ráð fyr­ir að fatl­að­ir geti at­hafn­að sig sjálf­ir í hús­inu.

    Fugla­skoð­un­ar­hús­ið er stað­sett við Langa­tanga neð­an við golf­völl­inn í Mos­fells­bæ. Að­gengi að hús­inu er gott með göngu­stíg­um sem liggja með­fram strönd­inni eða frá golf­skál­an­um.

    Lykl­ar að hús­inu fást af­hent­ir í Íþróttamið­stöð­inni Lága­felli, Lækj­ar­hlíð 1a, virka daga frá kl. 06:30 – 21:30 og um helg­ar frá kl. 8:00 – 19:00. Auk þess eiga sér­leg­ir fugla­áhuga­menn eða fé­lög þess kost að fá lyk­il til um­ráða.

    Nán­ari upp­lýs­ing­ar á mos.is/fugla­skod­un.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00