Á laugardaginn næstkomandi verður Mosfellingum sem og öðrum landsmönnum boðið að stinga sér frítt til sunds í Varmárlaug. Tilefnið er að við sundlaugina er komin ný og flott vaðlaug, heitur pottur hefur verið endurgerður og göngusvæði í kringum sundlaugina hefur fengið andlitslyftingu. Þar hefur nú verið lagt gúmmíefni sem er mjúkt og stamt undir fæti og eykur öryggi sundlaugagesta til muna.
Á laugardaginn næstkomandi verður Mosfellingum sem og öðrum landsmönnum boðið að stinga sér frítt til sunds í Varmárlaug.
Tilefnið er að við sundlaugina er komin ný og flott vaðlaug, heitur pottur hefur verið endurgerður og göngusvæði í kringum sundlaugina hefur fengið andlitslyftingu.
Þar hefur nú verið lagt gúmmíefni sem er mjúkt og stamt undir fæti og eykur öryggi sundlaugagesta til muna.
Fátt er betra fyrir líkama og sál en sund, hvort sem það er rösklegt sund í lauginni eða rólegheit í pottunum.
Varmárlaug hefur upp á að bjóða sundlaug, vaðlaug, tvo heita potta og einn kaldan pott.
Einnig er gufubað á staðnum og góð aðstaða til sólbaða þegar sólin skín.
Varmárlaug er staðsett við íþróttamiðstöðina við Varmá, Mosfellsbæ.