Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
20. september 2017

    Eins og kunn­ugt er varð fiski­dauða vart í Varmá um miðj­an júlí og er nú orð­ið ljóst að ástæðu hans megi rekja til klór­vatns í set­laug við sund­laug Reykjalund­ar sem tæmd var vegna nauð­syn­legra skipta á sandi í sandsí­um lauga­kerf­is­ins þann 13. júlí.

    Eins og kunn­ugt er varð fiski­dauða vart í Varmá um miðj­an júlí og er nú orð­ið ljóst að ástæðu hans megi rekja til klór­vatns í set­laug við sund­laug Reykjalund­ar sem tæmd var vegna nauð­syn­legra skipta á sandi í sandsí­um lauga­kerf­is­ins þann 13. júlí. Gerð­ar verða breyt­ing­ar á frá­rennslis­mál­um sund­laug­ar Reykjalund­ar. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Reykjalundi.

    Meng­un­ar­slys end­ur­taki sig ekki

    Þeg­ar sund­laug og set­laug Reykjalund­ar voru byggð­ar á sín­um tíma voru frá­rennslis­mál laug­ar­inn­ar hönn­uð með þeim hætti að affall er leitt í of­an­vatns­kerfi bæj­ar­ins í stað frá­veitu þess. Á starfs­tíma sund­laug­ar­inn­ar, sem tók til starfa árið 2000, hef­ur ekki ver­ið skipt um sand í síum laug­anna fyrr en nú og var stjórn­end­um Reykjalund­ar ekki ljóst að at­vik sem þetta gæti átt sér stað vegna við­halds á lauga­kerf­inu. Nú ligg­ur fyr­ir að gera þarf ráð­staf­an­ir til að breyta frá­veitu­mál­um laug­ar­inn­ar til að slíkt meng­un­ar­slys end­ur­taki sig ekki. Að því verk­efni verð­ur nú unn­ið í sam­starfi Reykjalund­ar og bæj­ar­yf­ir­valda sem unn­ið hafa mik­ið starf í því skyni að rekja upp­runa meng­un­ar­inn­ar síð­an at­vik­ið varð.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00