Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
18. janúar 2018

    Mos­fells­bær er fjöl­skyldu­vænt, heilsu­efl­andi og fram­sæk­ið bæj­ar­fé­lag sem set­ur um­hverf­ið í önd­vegi og hef­ur þarf­ir og vel­ferð íbúa að leið­ar­ljósi.

    Að veita þjón­ustu sem mæt­ir þörf­um, vera til stað­ar fyr­ir fólk og þróa sam­fé­lag­ið í rétta átt eru leið­ar­stef­in í stefnu og fram­tíð­ar­sýn Mos­fells­bæj­ar sem bæj­ar­ráð sam­þykkti á síð­asta ári.

    Stefn­an er afrakst­ur vinnu starfs­manna og kjör­inna full­trúa sem stóð yfir frá vori og skipt­ist stefn­an í þrjá áherslu­flokka og níu áhersl­ur sem munu móta og stýra starf­semi Mos­fells­bæj­ar til næstu ára.

    Mos­fells­bær var fyrst sveit­ar­fé­laga hér­lend­is til þess að marka sér heild­stæða stefnu um það hvern­ig starfs­menn leysa sín verk­efni í þágu íbúa og hvern­ig þeir styðja kjörna full­trúa við að koma stefnu mála­flokka í fram­kvæmd.

    Snjöll, með­vit­uð og sjálf­bær

    Áherslu­flokk­arn­ir í stefnu Mos­fells­bæj­ar eru rétt þjón­usta, flott fólk og stolt sam­fé­lag. Und­ir þess­um flokk­um eru sett­ar fram níu áhersl­ur. Mos­fells­bær vill vera per­sónu­leg­ur, skil­virk­ur og snjall. Einn­ig sam­starfs­fús, fram­sæk­inn og með­vit­að­ur. Loks vill bær­inn vera eft­ir­sótt­ur, heil­brigð­ur og sjálf­bær.

    Mos­fells­bær mun nýta snjall­ar lausn­ir og spara íbú­um sporin með efl­ingu ra­f­rænn­ar þjón­ustu, auka þann­ig að­gengi að þjón­ust­unni og hafa um leið já­kvæð um­hverf­is­leg áhrif vegna minni ferða­laga.

    Mos­fells­bær tel­ur mik­il­vægt að vera til fyr­ir­mynd­ar varð­andi rekst­ur og þró­un starf­sem­inn­ar og að sveit­ar­fé­lag­ið sé rek­ið af ábyrgð fyr­ir kom­andi kyn­slóð­ir. Með því að vera sjálf­bær legg­ur bær­inn þá áherslu að láta um­hverf­ið sig varða, sinna mála­flokkn­um af kost­gæfni og tryggja að ná­lægð við nátt­úruperl­ur sé nýtt sam­fé­lag­inu til góðs.

    Loks var lögð sú áhersla í stefn­unni á að vöxt­ur sveit­ar­fé­lags­ins hafi já­kvæð áhrif á þjón­ustu og þjón­ustust­ig og að það sé sam­eig­in­legt verk­efni íbúa, kjör­inna full­trúa og starfs­fólks að svo verði.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00