Í ár spila bæði meistaraflokkur kvenna og karla Aftureldingar í Inkasso-deildinni í knattspyrnu og því reyndist nauðsynlegt að hefja endurbætur á aðstöðu fyrir áhorfendur við gervigrasvöllinn að Varmá.
Í ár spila bæði meistaraflokkur kvenna og karla Aftureldingar í Inkasso-deildinni í knattspyrnu og því reyndist nauðsynlegt að hefja endurbætur á aðstöðu fyrir áhorfendur við gervigrasvöllinn að Varmá.
Allir heimaleikir fara fram á þeim velli á yfirstandandi leiktímabili samkvæmt ósk knattspyrnudeildarinnar.
Alfarið hefur verið unnið eftir þeim kröfum sem KSÍ setur í þessum efnum og gott samstarf hefur verið milli Mosfellsbæjar, Aftureldingar og KSÍ um þær breytingar sem farið var í enda þurfti að bregðast skjótt við og er framkvæmdum við gervigrasvöll lokið.