Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
30. október 2017

    Þann 25. sept­em­ber var hald­inn sam­eig­in­leg­ur fræðslu­dag­ur leik- og grunn­skóla í Mos­fells­bæ. Starfs­mönn­um í frí­stund­astarfi og dag­for­eldr­um bauðst að taka þátt í deg­in­um ásamt öll­um starfs­mönn­um skól­anna og voru þátt­tak­end­ur hátt í 400 manns.

    Þann 25. sept­em­ber var hald­inn sam­eig­in­leg­ur fræðslu­dag­ur leik- og grunn­skóla í Mos­fells­bæ. Starfs­mönn­um í frí­stund­astarfi og dag­for­eldr­um bauðst að taka þátt í deg­in­um ásamt öll­um starfs­mönn­um skól­anna og voru þátt­tak­end­ur hátt í 400 manns.

    Mos­fells­bær einn vinnu­stað­ur

    Í upp­hafi dag­skrár­inn­ar bauð bæj­ar­stjóri þátt­tak­end­ur vel­komna og sagði frá nýrri fram­tíð­ar­sýn og áhersl­um Mos­fells­bæj­ar. Benti hann sér­stak­lega á þá áherslu að mik­il­vægt væri að líta á Mos­fells­bæ sem einn vinnustað og að sam­eig­in­leg gildi hafi nýst vel til þess að stuðla að því.

    Í kjöl­far þess ræddi Anna Stein­sen tóm­stunda- og fé­lags­mála­fræð­ing­ur um hrós og hvatn­ingu til að byggja upp liðs­anda á vinnu­stöð­um, áhrif þess á dag­legt líf í vinn­unni og mik­il­vægi þess að gera það á rétt­an hátt.

    Að því loknu völdu starfs­menn sér vinnu­stof­ur og voru 13 slík­ar í boði. Þar var unn­ið með ólík við­fangs­efni eins og Google Classroom­, leiki sem verkfæri, kyrrð í kennslustofunni, að auka vellíðan og seiglu, mataræði og heilsu, svo dæmi séu tekin.

    Samvinna og tengsl þvert á skólastig

    Þessi samvinna veitti starfsmönnum tækifæri á að mynda tengsl og fræðast á milli skólastiga og mun án efa nýtast starfsfólki leik- og grunnskóla í þeirra störfum.

    „Ég tel að sú leið sem við völdum, þ.e. að vinna að fræðslu þvert á skólastig, hafi tekist einkar vel. Skipulag og verkefni dagsins hafa orðið til þess að þétta raðirnar enn frekar í upphafi vetrarstarfsins og umræðurnar muni eiga sinn þátt í að gera gott skólastarf í Mosfellsbæ enn betra,“ sagði Linda Udengard, framkvæmdastjóri skóla- og frístundasviðs Mosfellsbæjar

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00