Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
23. nóvember 2015

  Ár hvert koma for­svars­menn lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, í full­um skrúða eins og vera ber, á fund í Mos­fells­bæ. Þar er far­ið er yfir töl­fræðiupp­lýs­ing­ar um þá þjón­ustu sem lög­regl­an veit­ir í sveit­ar­fé­lag­inu. Með­al ann­ars má þar finna fjölda til­kynntra inn­brota, eigna­spjalla og of­beld­is­brota ásamt sam­an­burði á tíðni þeirra á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í heild sinni. Í stuttu máli þá fækk­ar inn­brot­um og eign­ar­spjöll­um í Mos­fells­bæ á milli ára. Hins veg­ar fjölg­ar til­kynn­ing­um um heim­il­isof­beldi á milli ára. Einn­ig er far­ið yfir svo­kall­aða þo­lenda­könn­un en þar má finna upp­lýs­ing­ar um upp­lif­un íbúa á þjón­ust­unni.

  Ár hvert koma for­svars­menn lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, í full­um skrúða eins og vera ber, á fund í Mos­fells­bæ. Þar er far­ið er yfir töl­fræðiupp­lýs­ing­ar um þá þjón­ustu sem lög­regl­an veit­ir í sveit­ar­fé­lag­inu. Með­al ann­ars má þar finna fjölda til­kynntra inn­brota, eigna­spjalla og of­beld­is­brota ásamt sam­an­burði á tíðni þeirra á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í heild sinni. Í stuttu máli þá fækk­ar inn­brot­um og eign­ar­spjöll­um í Mos­fells­bæ á milli ára. Hins veg­ar fjölg­ar til­kynn­ing­um um heim­il­isof­beldi á milli ára.

  Einn­ig er far­ið yfir svo­kall­aða þo­lenda­könn­un en þar má finna upp­lýs­ing­ar um upp­lif­un íbúa á þjón­ust­unni. Íbú­ar í Mos­fells­bæ upp­lifa sig ör­ugg­ari en með­al­tal­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu seg­ir til um en 94% íbúa hér í bæ telja sig ör­ugga í sínu hverfi. 33% íbúa í Mos­fells­bæ leit­uðu eft­ir þjón­ustu eða að­stoð lög­reglu með ein­hverj­um hætti á ár­inu 2015 (könn­un­in er tekin í októ­ber).

  Kynn­ingu lög­regl­unn­ar má finna hér í heild sinni. 

  Lög­regl­an legg­ur áherslu á að vera sýni­leg í sveit­ar­fé­lag­inu og bend­ir íbú­um á nokkr­ar leið­ir til að hafa sam­band við sig. Þar á með­al eru síma­núm­er­in 112 og 444 1000 ásamt að senda ábend­ing­ar á net­fang­ið abend­ing[hjá]lrh.is,  Face­book síða lög­regl­unn­ar eða á vef lög­regl­unn­ar

  Netspjall

  Opið virka daga
  mán., þri., fim. 8:00-16:00
  mið. 8:00-18:00
  fös. 8:00-14:00

  Þjónustuver 525-6700

  Opið virka daga
  mán., þri., fim. 8:00-16:00
  mið. 8:00-18:00
  fös. 8:00-14:00