Auður Halldórsdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns menningamála hjá Mosfellsbæ. Um nýtt starfsheiti er að ræða sem kemur í stað starfsheitis forstöðumanns bókasafns.
Auður Halldórsdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns menningamála hjá Mosfellsbæ. Um nýtt starfsheiti er að ræða sem kemur í stað starfsheitis forstöðumanns bókasafns. Markmiðið með breytingunni er að forstöðumaður menningarmála hafi yfirumsjón með menningarmálum í heild sinni en bókasafnið og Listasalurinn eru helstu menningarstofnanir Mosfellsbæjar. Forstöðumaður menningarmála er jafnframt starfsmaður menningarmálanefndar.
Auður er með MLIS nám í bókasafns- og upplýsingafræðum frá Háskóla Íslands, auk þess er hún með Cand. Mag í bókmenntafræði og BA gráðu í bókmenntafræði og frönsku.
Auður hefur frá árinu 2013 starfað sem verkefnastjóri á menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar.