Laus er til umsóknar 80% staða forstöðumanns félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ. Ráðið verður í stöðuna frá 1. janúar 2015. Vinnutími er frá 10:00 til 16:00 virka daga. Forstöðumaður annast skipulagningu og stjórnun félagsstarfs eldri borgara. Hann er yfirmaður leiðbeinenda, annast ráðningu þeirra sem sjá um námskeið sem haldin eru í nafni félagsstarfsins og hefur eftirlit með þeim. Hann undirbýr fjárhagsáætlun og framkvæmdaáætlun vegna félagsstarfsins og sér til þess að unnið sé í samræmi við þær.
Laus er til umsóknar 80% staða forstöðumanns félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ. Ráðið verður í stöðuna frá 1. janúar 2015. Vinnutími er frá 10:00 til 16:00 virka daga.
Forstöðumaður annast skipulagningu og stjórnun félagsstarfs eldri borgara. Hann er yfirmaður leiðbeinenda, annast ráðningu þeirra sem sjá um námskeið sem haldin eru í nafni félagsstarfsins og hefur eftirlit með þeim. Hann undirbýr fjárhagsáætlun og framkvæmdaáætlun vegna félagsstarfsins og sér til þess að unnið sé í samræmi við þær.
Menntunar- og hæfnikröfur:BA gráða í tómstunda- og félagsmálafræði er skilyrði.
Reynsla af vinnu með öldruðum er skilyrði.
Reynsla af áætlanagerð er æskileg.
Fjölbreytt þekking og kunnátta á sviði hannyrða, handverks og listsköpunar er æskileg.
Frumkvæði og hugmyndaauðgi er sjálfsagður eiginleiki.
Umsóknarfrestur er til og með 4. desember 2014.
Umsókn ásamt kynningarbréfi, ferilskrá og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið skal senda á netfangið mos[hjá]mos.is.
Upplýsingar um starfið veitir Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs í síma 525 6700.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Fræðagarðs.
Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.
Jákvæðini – virðing – framsækni – umhyggja