Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun frá kl.15:00 á morgun þriðjudaginn 10. desember fyrir höfuðborgarsvæðið vegna óveðurs. Appelsínugul viðvörun þýðir að miðlungs eða miklar líkur eru á veðri sem valdið getur miklum samfélagslegum áhrifum.
Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun frá kl.15:00 á morgun þriðjudaginn 10. desember fyrir höfuðborgarsvæðið vegna óveðurs. Appelsínugul viðvörun þýðir að miðlungs eða miklar líkur eru á veðri sem valdið getur miklum samfélagslegum áhrifum. Veðrið getur valdið tjóni og/eða slysum og ógnar mögulega lífi og limum ef aðgát er ekki höfð.
Foreldrar eru hvattir til að fylgjast með upplýsingum á heimsíðum skólanna vegna þessa. Engin röskun verður á skólastarfi fyrir hádegi en ef spáin gengur eftir er ekki gert ráð fyrir að börn gangi heim eftir klukkan 13:00 og foreldrar eru beðnir að sækja börn sín að skóladegi loknum eða fyrir klukkan 15:00. Foreldrar leikskólabarna eru einnig beðnir um að sækja börn sín fyrir klukkan 15:00.
Reiknað er með að síðasti skólabíll aki heimakstur kl 13:30 nema annað verði tilkynnt og þurfa foreldra að gera ráðstafnir eftir því sem við á. Akstursþjónusta fatlaðra mun aka heim þeim skólabörnum sem þeirrar þjónustu njóta strax að loknum skóladegi.
- Allt frístunda- og félagsmiðstöðvastarf, starf Tónlistarskóla og skólahljómsveitar fellur niður.
- Frístundastarf eldri borgara fellur niður þriðjudaginn 10.desember.
- Íþróttamiðstöðvarnar að Lágafelli og Varmá loka kl.14:00 og því fellur öll íþrótta- og sundkennsla niður eftir kl 14:00. Akstur frístundabíls fellur alfarið niður á morgun.
- Bóksafn Mosfellsbæjar loka kl.14:00.
Íbúar og verktakar eru beðnir um að huga að lausum munum til að koma í veg fyrir tjón.
Samgöngutruflanir eru líklegar á meðan veðrið gengur yfir.
Þegar veðurspá hefur skýrst betur að morgni þriðjudagsins 10. desember verða upplýsingar uppfærðar ef þörf er á.
Lokanir stofnanna Mosfellsbæjar eru tilkomnar vegna öryggisráðstafana þar sem enginn ætti að vera á ferli í veðri eins og því sem spáð er. Íbúar eru beðnir um að fylgjast vel með nýjustu upplýsingum og hlýða fyrirmælum og tilmælum Veðurstofu, lögreglu og almannavarna.
English version:
An orange storm alert is in effect for the capital area from 15:00 today, December 10th, until 07:00 on Wednesday, December 11th. A severe gale or storm is expected, with wind speeds of 20-30 m/sec (72-108 km/h).
Primary and preschools will be open in Mosfellsbaer, however parents must pick up their children before 15:00 today.
No children will be allowed to walk to their homes after 13:00.
The last school bus run will be at 13:30.
Driving services for the disabled will continue as usual, driving the children home immediately after school.
- All after school recreational activities are cancelled.
- All senior citizens’ recreational activities are cancelled.
- The sports centers at Lágafell and Varmá will close at 14:00. There will be no sports or swimming lessons after 12:00.
- The Mosfellsbaer Library closes at 14:00.
People are advised to secure their surroundings, fasten loose items and show caution.
Travel is not advised while the weather warning is in effect.
Please keep up-to-date with the latest information from the Meteorological Office, the Police and the Department of Civil Protection and Emergency Management.