Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
16. febrúar 2018

    Mos­fells­bær mun frá og með 1. mars nk. bjóða íbú­um upp á aukna þjón­ustu varð­andi flokk­un á plasti frá heim­il­um til end­ur­vinnslu. Frá og með þeim degi geta íbú­ar sett hreint plast í lok­uð­um plast­poka í sorptunn­una (orkutunn­una) og SORPA flokk­ar það svo vél­rænt frá öðr­um úr­gangi og kem­ur til end­ur­vinnslu.

    Mos­fells­bær mun frá og með 1. mars nk. bjóða íbú­um upp á aukna þjón­ustu varð­andi flokk­un á plasti frá heim­il­um til end­ur­vinnslu. Frá og með þeim degi geta íbú­ar sett hreint plast í lok­uð­um plast­poka í sorptunn­una (orkutunn­una) og SORPA flokk­ar það svo vél­rænt frá öðr­um úr­gangi og kem­ur til end­ur­vinnslu. Ekki er nauð­syn­legt að setja hreina plast­ið í sér­staka poka en þeir þurfa að vera úr plasti. Íbú­ar geta því t.d. notað inn­kaupa­poka eða aðra plast­poka sem til falla á heim­il­um. Mark­mið­ið er að auka end­ur­vinnslu og draga úr urð­un plasts og end­ur­nýta þann­ig bet­ur plast­ið sem hrá­efni. 

    Mos­fells­bær steig fyrstu skref til auk­inn­ar end­ur­vinnslu árið 2012 með því að bjóða upp á sér­staka end­ur­vinnslut­unnu fyr­ir papp­írsúrg­ang, blát­unnu, við hvert heim­ili í bæn­um. Það verk­efni tókst vel og hef­ur magn papp­írs sem urð­að er minnkað veru­lega.

    Hvers vegna að flokka plast?

    Áætlað er að á ár­inu 2017 hafi að jafn­aði um 27 kg af óflokk­uðu plasti frá hverj­um íbúa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu endað í hefð­bund­inni sorpt­unnu og far­ið á urð­un­ar­stað SORPU í Álfs­nesi. Ein­göngu um 5 kg af plasti á íbúa skil­aði sér flokkað til end­ur­vinnslu.

    Við þurf­um að gera bet­ur hvað plast­ið varð­ar og með nýj­um vél­ræn­um flokk­un­ar­bún­aði í mót­töku- og flokk­un­ar­stöð SORPU verð­ur ein­falt að koma því til end­ur­vinnslu. Þá er hag­kvæm­ara fyr­ir sveit­ar­fé­lag­ið, og þar með íbú­ana, að sem mest af plasti og papp­ír fari í end­ur­vinnslu frek­ar en til urð­un­ar.

    Aukin þjón­usta við íbúa

    Plast­flokk­un í plast­poka er sam­starfs­verk­efni SORPU og fjög­urra sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, Mos­fells­bæj­ar, Hafna­fjarð­ar, Garða­bæj­ar og Seltjarn­ar­nes­bæj­ar. Í að­drag­anda verk­efn­is­ins tóku íbú­ar á Seltjarna­nesi þátt í til­rauna­verk­efni um flokk­un á plasti í poka sem setja mátti í sorptunn­una. Starfs­menn SORPU flokk­uðu svo plast­ið frá öðr­um úr­gangi. Til­rauna­verk­efn­ið stóð yfir í rúmt ár og heppn­að­ist vel, enda nær sjö­fald­að­ist magn plasts í end­ur­vinnslu frá íbú­um á Seltjarn­ar­nesi á þeim tíma. Að­ferð­in er ein­föld, hag­kvæm, leið­ir af sér veru­leg­an um­hverf­is­leg­an ávinn­ing og hef­ur bætta þjón­ustu við íbúa að leið­ar­ljósi.

    Verk­efn­ið verð­ur kynnt bet­ur þeg­ar nær dreg­ur með pósti á heim­ili í Mos­fells­bæ og ít­ar­leg­um upp­lýs­ing­um á vef Mos­fells­bæj­ar og SORPU.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00