Flaggað er í hálfa stöng við bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar í dag vegna útfarar Hilmars Tómasar Guðmundssonar varamanns í bæjarstjórn Mosfellsbæjar.
Í upphafi bæjarstjórnarfundar þann 5. mars las forseti bæjarstjórnar upp eftirfarandi samúðarkveðju:
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar vill í dag votta virðingu sína og minnast Hilmars Tómasar Guðmundssonar sem varð bráðkvaddur á heimili sínu 21. febrúar sl. Hilmar Tómas skipaði 9. sæti á lista Framsóknar í sveitarstjórnarkosningum árið 2022 og var frá maí 2024 varamaður í bæjarstjórn. Hann var varaformaður menningar- og lýðræðisnefndar sveitarfélagsins auk þess að vera varamaður í umhverfisnefnd og atvinnu- og nýsköpunarnefnd. Hilmar var ötull og virkur í samfélagsmálum og sat í stjórn Framsóknarfélags Mosfellsbæjar. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar vottar fjölskyldu Hilmars Tómasar, ástvinum hans og samstarfsfólki innilegar samúðarkveðjur vegna skyndilegs fráfalls hans.