Við Arnartanga í Mosfellsbæ standa 8 raðhúsalengjur. Þessi hús voru gjöf finnsku þjóðarinnar í kjölfar eldgossins í Vestmannaeyjum árið 1973.
Húsin voru sett upp fyrir Vestmannaeyinga sem misst höfðu húsnæði sitt í gosinu og neyðst til að flytja upp á land.
Til minningar um þessa höfðinglegu gjöf stendur hraunsteinn úr Vestmannaeyjum og er á honum skjöldur, sem nýlega var endurnýjaður. Minnisvarði þessi var afhjúpaður við hátíðlega athöfn í ágúst 1977 af þáverandi forseta Finnlands, Urho Kekkonen.
Sendiherra Finna á Íslandi Ann-Sofie Stude ásamt Haraldi Sverrissyni bæjarstjóra flögguðu fánaveifum við steininn á sumardaginn fyrsta. Er áætlað að veifurnar blakti við hún fram yfir bæjarhátíðina í ágúst.
Ann-Sofie Stude og Haraldur Sverrisson.