Íþrótta og tómstundanefnd samþykkti á vordögum þá tillögu að bjóða uppá fjölskyldutíma í íþróttahúsinu að Varmá á laugardögum í vetur milli kl. 10:30 – 12:00. Hugmyndin er að sameina fjölskylduna í hreyfingu einu sinni í viku yfir haust – og vetrarmánuðina með því að bjóða uppá tíma í íþróttahúsinu að Varmá þar sem fjölskyldan getur komið saman og leikið sér og stundað skemmtilega hreyfingu, og sameinað um leið samveru og hreyfingu á sama tíma.
Íþrótta og tómstundanefnd samþykkti á vordögum þá tillögu að bjóða uppá fjölskyldutíma í íþróttahúsinu að Varmá á laugardögum í vetur milli kl. 10:30 – 12:00.
Hugmyndin er að sameina fjölskylduna í hreyfingu einu sinni í viku yfir haust – og vetrarmánuðina með því að bjóða uppá tíma í íþróttahúsinu að Varmá þar sem fjölskyldan getur komið saman og leikið sér og stundað skemmtilega hreyfingu, og sameinað um leið samveru og hreyfingu á sama tíma.
Um fjörið sjá tveir vel reyndir leiðbeinendur þau Þorbjörg Sólbjartsdóttir og Árni Freyr Einarsson.
Frítt í sund á eftir fyrir þá sem að vilja