Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
21. nóvember 2017

    Rúm­lega 70 manns mættu á fyrsta opna hús vetr­ar­ins hjá fræðslu­skrif­stofu Mos­fells­bæj­ar þann 25. októ­ber sl. Að þessu sinni var fyr­ir­les­ari Bjarni Fritz­son, rit­höf­und­ur, þjálf­ari og eig­andi sjálfstyrk­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Út fyr­ir kass­ann.

    Rúm­lega 70 manns mættu á fyrsta opna hús vetr­ar­ins hjá fræðslu­skrif­stofu Mos­fells­bæj­ar þann 25. októ­ber sl. Að þessu sinni var fyr­ir­les­ari Bjarni Fritz­son, rit­höf­und­ur, þjálf­ari og eig­andi sjálfstyrk­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Út fyr­ir kass­ann. Í fyr­ir­lestri sín­um fjall­aði Bjarni um efni sem hann hafði fyrr í mán­uð­in­um far­ið yfir með ung­ling­um Mos­fells­bæj­ar á Geð­heilsu­deg­in­um þann 5. okt.

    Bjarni lagði upp með mik­il­vægi þess að hver og einn (börn, ung­ling­ar og full­orðn­ir) væru leið­tog­ar í sínu lífi, stefni alltaf að því að vera besta út­gáf­an af sjálf­um sér og hvern­ig það hafi já­kvæð áhrif á geð­heilsu. Bjarni fjall­aði einn­ig um mik­il­vægi þess að nýta tím­ann vel, taka með­vit­aða ábyrga ákvörð­un um eig­ið líf og mik­il­vægi þess að lifa í nú­inu.

    Opnu hús­in hafa fest sig í sessi hér í bæn­um og hafa ver­ið í gangi í 15 ár. Mið­að er við að þau séu hald­in síð­asta mið­viku­dag hvers mán­að­ar yfir vetr­ar­mán­uð­ina og í vet­ur verða opin hús hald­in fjór­um sinn­um.

    Næsta opna hús fræðslu­skrif­stofu verð­ur hald­ið 29. nóv­em­ber og fjall­ar um systkina­sam­bönd.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00