Mosfellsbær auglýsir eftir félagsráðgjafa á fjölskyldusviði Mosfellsbæjar. Félagsráðgjafi í barnaverndar- og ráðgjafardeild metur aðstæður þeirra sem til sviðsins leita og veitir aðstoð eftir því sem við á og í samræmi við gildandi lög og reglur sveitarfélagsins. Það felur meðal annars í sér mótttöku tilkynninga, mat umsókna, öflun gagna og tillögu um afgreiðslu mála en félagsráðgjafa ber að tryggja að mál sé nægjanlega kannað áður en til ákvörðunar kemur. Félagsráðgjafi ber einnig ábyrgð á og sinnir sértækum verkefnum sem deildarstjóri og/eða framkvæmdastjóri sviðsins felur honum hverju sinni.
MOSFELLSBÆR AUGLÝSIR EFTIR FÉLAGSRÁÐGJAFA Á FJÖLSKYLDUSVIÐ MOSFELLSBÆJAR.
Félagsráðgjafi í barnaverndar- og ráðgjafardeild metur aðstæður þeirra sem til sviðsins leita og veitir aðstoð eftir því sem við á og í samræmi við gildandi lög og reglur sveitarfélagsins. Það felur meðal annars í sér mótttöku tilkynninga, mat umsókna, öflun gagna og tillögu um afgreiðslu mála en félagsráðgjafa ber að tryggja að mál sé nægjanlega kannað áður en til ákvörðunar kemur. Félagsráðgjafi ber einnig ábyrgð á og sinnir sértækum verkefnum sem deildarstjóri og/eða framkvæmdastjóri sviðsins felur honum hverju sinni.
Félagsráðgjafi starfar meðal annars eftir barnaverndarlögum nr. 80/2002, og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og stjórnsýslulögum nr. 37/1993. Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
Menntunar- og hæfnikröfur:
- Starfsréttindi í félagsráðgjöf er skilyrði
- Þekking og reynsla af félagsþjónustu og barnavernd er skilyrði
- Reynsla af starfi í opinberri stjórnsýslu er kostur
- Krafist er góðrar alhliða tölvukunnáttu, þekking á Navision og OneSystems er kostur
- Samviskusemi og nákvæmni í vinnubrögðum er skilyrði
- Framúrskarandi samskiptahæfileikar og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
Umsóknarfrestur er til og með 19. júlí 2016.
Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið skulu berast á netfangið mos[hja]mos.is.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Unnur V. Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs upplýsingar í síma 525 6700.
Um framtíðarstarf og tvenn stöðugildi innan fjölskyldusviðs er að ræða.
Öllum umsóknum verður svarað.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um starfið.