Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
17. júlí 2017

    Á dög­un­um var opn­uð ný hljóm­sveitarað­staða fyr­ir unga Mos­fell­inga eft­ir nokk­urra ára hlé. Að­stað­an er á neðri hæð fé­lags­mið­stöðv­ar­inn­ar Ból að Varmá.

    Á dög­un­um var opn­uð ný hljóm­sveitarað­staða fyr­ir unga Mos­fell­inga eft­ir nokk­urra ára hlé.Að­stað­an er á neðri hæð fé­lags­mið­stöðv­ar­inn­ar Ból að Varmá. Þar til fyr­ir nokkr­um árum var fé­lags­mið­stöðin með slíka að­stöðu en síð­ustu ár hef­ur ekki ver­ið hægt að reka slíkt sök­um pláss­leys­is. Fjöl­marg­ir tón­list­ar­menn og hljóm­sveit­ir hafa not­ið góðs af slíkri að­stöðu í gegn­um árin og má þar helst nefna Kal­eo, Vio og auð­vitað miklu fleiri.

    Starf­menn Bóls­ins eru gríð­ar­lega spennt­ir fyr­ir þess­ari við­bót við starf­ið og hlakka til að taka á móti tón­list­ar­mönn­un­um. Nú þeg­ar hafa tvö bönd haf­ið æf­ing­ar, en gert er ráð fyr­ir því að allt fari á fullt með haust­inu. Stefnt er að því að 2-3 tón­list­ar­menn hafi yf­ir­um­sjón með starf­inu í vet­ur og að­stoði og fræði þá sem yngri eru.

    Þau sem vilja koma og prufa geta sent tölvu­póst á bolid@mos.is.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00