Ágætu bæjarbúar. Nú stendur til að þvo og sópa gangstéttar og götur bæjarins. Til að það verði sem best gert þurfum við á ykkar aðstoð að halda. Bæjarbúar eru vinsamlegast beðnir að leggja ekki ökutækjum eða öðrum farartækjum á götunum eða gangstéttum meðan á hreinsun stendur. Enn fremur eru bæjarbúar hvattir til að hreinsa í kringum híbýli sín og fá aðstoð starfsmanna þjónustustöðvar í síma 566 8450 til að fjarlægja bílhræ og stærri hluti.
Ágætu bæjarbúar
Nú stendur til að þvo og sópa gangstéttar og götur bæjarins. Til að það verði sem best gert þurfum við á ykkar aðstoð að halda. Bæjarbúar eru vinsamlegast beðnir að leggja ekki ökutækjum eða öðrum farartækjum á götunum eða gangstéttum meðan á hreinsun stendur.
Enn fremur eru bæjarbúar hvattir til að hreinsa í kringum híbýli sín og fá aðstoð starfsmanna þjónustustöðvar í síma 566 – 8450 til að fjarlægja bílhræ og stærri hluti.
Eftirtalda daga verða starfsmenn þjónustumiðstöðvar að störfum í hverfunum.
18.apríl verða gangstéttar og götur þvegnar og sópaðar í Reykja og Krikahverfi
19.apríl verða gangstéttar og götur þvegnar og sópaðar í Teiga og Helgafellshverfi.
20.apríl verða gangstéttar og götur þvegnar og sópaðar í Holtahverfi.
22.apríl verða gangstéttar og götur þvegnar og sópaðar í Tangahverfi.
25.apríl verða gangstéttar og götur þvegnar og sópaðar í Hlíða og Hlíðartúnshverfi.
26.apríl verða gangstéttar og götur þvegnar og sópaðar í Höfðahverfi.
27.apríl verða gangstéttar og götur þvegnar og sópaðar í Leirvogstunguhverfi.
Gleðilegt sumar
Þjónustumiðstöð Mosfellsbæjar