Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
9. október 2018

    Mos­fells­bær er eft­ir­sókn­ar­verð­ur vinnu­stað­ur hæfra ein­stak­linga þar sem áhersla er lögð á per­sónu­lega og nú­tíma­lega þjón­ustu.

    Mos­fells­bær er eft­ir­sókn­ar­verð­ur vinnu­stað­ur hæfra ein­stak­linga þar sem áhersla er lögð á per­sónu­lega og nú­tíma­lega þjón­ustu.

    Mos­fells­bær bygg­ir þjón­ustu sína á áhuga­sömu og hæfu starfs­fólki sem hef­ur tæki­færi til að rækta þekk­ingu sína og færni í já­kvæðu starfs­um­hverfi. Jafn­framt legg­ur Mos­fells­bær áherslu á að ráða þann hæf­asta hverju sinni og við­hafa vand­aða stjórn­sýslu­hætti við ráðn­ing­ar. Ráðn­ing er byggð á kröfu um mennt­un, reynslu, færni og hæfni í mann­leg­um sam­skipt­um. Lögð er áhersla á skýrt og grein­argott ráðn­inga­ferli þar sem rétt­mæt­is og áreið­an­leika er gætt og er öll­um um­sókn­um um aug­lýst störf svarað.

    Fjöl­skyldu­væn og sveigj­an­leg mannauðs­stefna styð­ur við þá hug­mynda­fræði að Mos­fells­bær sé eft­ir­sókn­ar­verð­ur vinnu­stað­ur þar sem at­vinna og fjöl­skyldu­ábyrgð fara vel sam­an, vinnu­staðn­um til hags­bóta og starfs­fólki til auk­inna lífs­gæða. Mannauðs­stefn­an bygg­ir á fjór­um gild­um Mos­fells­bæj­ar virð­ingu, já­kvæðni, fram­sækni og um­hyggju sem eru leið­ar­ljós starfs­fólks í dag­legu starfi.

    Mos­fells­bær legg­ur metn­að sinn í að tryggja öll­um starfs­mönn­um jöfn laun og sömu kjör fyr­ir sömu eða jafn­verð­mæt störf, þann­ig að launamun­ur sé ekki til stað­ar. Um­fang jafn­launa­stefn­unn­ar tek­ur til allra starfs­manna Mos­fells­bæj­ar. Mos­fells­bær er heilsu­efl­andi sam­fé­lag og er starfs­fólk Mos­fells­bæj­ar hvatt og stutt til að stunda reglu­lega hreyf­ingu og huga vel að and­legri og lík­am­legri vel­ferð sinni.

    Markmið Mos­fells­bæj­ar er að vera eft­ir­sótt­ur vinnu­stað­ur þar sem kon­ur og karl­ar hafa jöfn tæki­færi í starfi. Mos­fells­bær hef­ur fram­kvæmt jafn­launa­út­tekt PWC og hlot­ið gull­merki PWC 2018.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00