MosVeitur hvetja íbúa sem eru að huga að eða vinna nú þegar að framkvæmdum við heimtröð við húsnæði sín að vera í sambandi við MosVeitur í Mosfellsbæ. Fulltrúar MosVeitna munu ástandsskoða heimæðar með eigendum húsnæðis og meta hvort endurnýjunar sé þörf fyrir eða samhliða framkvæmdum. Þannig minnka líkur á að opna þurfi yfirborð síðar vegna viðgerða á heimæðum.
Framkvæmdaraðilar eru hvattir til að hafa samband við veitur@mos.is með eftirfarandi upplýsingum; áætlaðri tímasetningu framkvæmda, staðfangi, nafni, netfangi og símanúmeri húseiganda og eða framkvæmdaraðila.