Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
6. mars 2022

    Mik­ið hef­ur mætt á snjómokstri und­an­far­ið og hafa öll tæki ver­ið úti og sinnt mokstri á göt­um og stíg­um.

    Mik­ið hef­ur mætt á snjómokstri und­an­far­ið og hafa öll tæki ver­ið úti og sinnt mokstri á göt­um og stíg­um eft­ir þeirri áætl­un sem unn­ið er eft­ir hjá Mos­fells­bæ. Þá er hálku­vörn­um sinnt sam­kvæmt áætl­un.

    Vegna mik­ill­ar ofan­komu í fe­brú­ar, blota í snjó og skjótra veðra­brigða, er enn víða mik­ill klaki og mjög erf­ið­ar að­stæð­ur til hreins­un­ar og á það við um íbúð­ar­göt­ur sem ekki eru í fyrsta for­gangi. Fyrsti for­gang­ur er ávallt meg­in­sam­gönguæð­ar sem tryggja bæði strætó­leið­ir og skóla­akst­ur.

    Úr­lausn­ar­efn­ið í augna­blik­inu eru skorn­ing­ar í húsa­göt­um og ljóst að hefð­bund­in snjóruðn­ings­tæki duga skammt og hreins­un mun því taka tíma. Að­stæð­ur sem þess­ar hafa ekki sést á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í fjölda ára.

    Ef íbú­ar vilja koma á fram­færi ábend­ing­um um ein­stak­lega erf­ið­ar að­stæð­ur í húsa­göt­um er sem fyrr unnt að til­kynna það í gegn­um ábend­inga­kerfi Mos­fells­bæj­ar.