Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
19. nóvember 2014

    Net­skil er not­enda­væn og skil­virk þjón­usta sem spar­ar fólki sporin. At­hygli er vakin á því að ein­stak­ling­ar geta til­kynnt flutn­ing ra­f­rænt á vef Þjóð­skrár Ís­lands, skra.is til­kynn­ing­in fer þá sjálf­krafa í beiðna­kerfi Þjóð­skrár Ís­lands og er skráð­ur eigi síð­ar en næsta virka dag.

    Þjóð­skrá Ís­lands gef­ur út íbúa­skrá mið­að við 1. des­em­ber ár hvert og því er mik­il­vægt að all­ir ein­stak­ling­ar séu með lög­heim­ili sitt skráð á þeim stað sem þeir hafa fasta bú­setu. Við hvetj­um alla þá sem eiga eft­ir að til­kynna breyt­ingu á lög­heim­ili að gera það fyr­ir lok nóv­em­ber svo unnt sé að tryggja að ein­stak­ling­ar séu rétt skráð­ir í íbúa­skrána. Vakin er at­hygli á að til­kynn­ing­ar um breyt­ing­ar á lög­heim­ili þurfa að berast eigi síð­ar en fimmtu­dag­inn 11. des­em­ber svo unnt sé að tryggja að ein­stak­ling­ar séu rétt skráð­ir í íbúa­skrá mið­að við 1. des­em­ber þessa árs.

    Sér­stök at­hygli er vakin á því að ein­stak­ling­ar geta til­kynnt flutn­ing á vef Þjóð­skrár Ís­lands, skra.is. Ef lög­heim­il­is­flutn­ing­ur er til­kynnt­ur ra­f­rænt þá fer til­kynn­ing­in sjálf­krafa í beiðna­kerfi Þjóð­skrár Ís­lands og er skráð­ur eigi síð­ar en næsta virka dag. Hátt í 50% lög­heim­ilistil­kynn­inga berast nú ra­f­rænt til skrán­ing­ar.  

    Ra­fræn skil – allra hag­ur

    Net­skil er not­enda­væn og skil­virk þjón­usta sem spar­ar fólki sporin. Hægt er að til­kynna flutn­ing á heima­síðu Þjóð­skrá Ís­lands, breyt­ing­in tek­ur gildi strax næsta dag. Sá sem til­kynn­ir þarf að skrá sig inn með Ís­lykli eða ra­f­ræn­um skil­ríkj­um. Breyt­ingu á lög­heim­ili skal til­kynna til Þjóð­skrár Ís­lands inn­an 7 daga frá flutn­ingi eða á skrif­stofu þess sveit­ar­fé­lags sem flutt er til.

    Ef breyt­ing­in er ekki til­kynnt á net­inu þá tek­ur af­greiðsl­an allt að 8-10 dög­um að öðl­ast gildi og því ljóst að veru­leg hag­ræð­ing er af að nýta sér ra­fræn skil. 
     
    Ra­fræn þjón­usta í boði hjá Þjóð­skrá Ís­lands:
    Rafræn skil

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00