Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
16. desember 2009

  Mið­viku­dag­inn 9.des­em­ber var Hér­aðs­skjala­safn Mos­fells­bæj­ar enduropn­að og bauð Birna Mjöll Sig­urð­ar­dótt­ir skjala­vörð­ur starfs­mönn­um bæj­ar­skrif­stofu að koma og skoða safn­ið. Þarna er margt af áhuga­verð­um hlut­um að sjá og gam­an að fá að grúska í sögu bæj­ar­ins.

  Skjala­vörð­ur­Mið­viku­dag­inn 9.des­em­ber var Hér­aðs­skjala­safn Mos­fells­bæj­ar enduropn­að og bauð Birna Mjöll Sig­urð­ar­dótt­ir skjala­vörð­ur starfs­mönn­um bæj­ar­skrif­stofu að koma og skoða safn­ið. Þarna er margt af áhuga­verð­um hlut­um að sjá og gam­an að fá að grúska í sögu bæj­ar­ins.

  Hér­aðs­skjala­safn Mos­fells­bæj­ar hóf starf­semi sína í októ­ber 2001 og fór frá­bær­lega af stað und­ir ör­uggri stjórn Sól­veig­ar Magnús­dótt­ur. Árið 2004 var Sól­veig ráð­in skjala­stjóri Mos­fells­bæj­ar og því varð skjala­safn­ið n.k. hlið­ar­bú­grein fyr­ir skjala­stjór­ann og hef­ur sú staða hald­ist hing­að til. Nú hef­ur Hér­aðs­skjala­safn­ið ver­ið enduropn­að, nýr hér­aðs­skjala­vörð­ur ráð­inn og er starfs­sem­in komin vel af stað.

  Til­gang­ur og hlut­verk skjala­safns­ins, skv. lög­um er að stuðla að söfn­un, inn­heimtu og varð­veislu skjala, skrá­setja þau, gera að­gengi­leg not­end­um og þann­ig leit­ast við að varð­veita og efla þekk­ingu á sögu síns um­dæm­is. Skjala­safn­ið verð­ur fram­veg­is opið á þriðju- og mið­viku­dög­um frá kl. 10:00-12:00. Einn­ig er vel­kom­ið að hafa sam­band við safn­ið í síma 525 6789 frá kl. 9:00-12:00 alla virka daga.

  Netspjall

  Opið virka daga
  mán. – fim. 8:00-16:00
  fös. 8:00-14:00

  Þjónustuver 525-6700

  Opið virka daga
  mán. – fim. 8:00-16:00
  fös. 8:00-14:00