Miðvikudaginn 9.desember var Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar enduropnað og bauð Birna Mjöll Sigurðardóttir skjalavörður starfsmönnum bæjarskrifstofu að koma og skoða safnið. Þarna er margt af áhugaverðum hlutum að sjá og gaman að fá að grúska í sögu bæjarins.
SkjalavörðurMiðvikudaginn 9.desember var Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar enduropnað og bauð Birna Mjöll Sigurðardóttir skjalavörður starfsmönnum bæjarskrifstofu að koma og skoða safnið. Þarna er margt af áhugaverðum hlutum að sjá og gaman að fá að grúska í sögu bæjarins.
Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar hóf starfsemi sína í október 2001 og fór frábærlega af stað undir öruggri stjórn Sólveigar Magnúsdóttur. Árið 2004 var Sólveig ráðin skjalastjóri Mosfellsbæjar og því varð skjalasafnið n.k. hliðarbúgrein fyrir skjalastjórann og hefur sú staða haldist hingað til. Nú hefur Héraðsskjalasafnið verið enduropnað, nýr héraðsskjalavörður ráðinn og er starfssemin komin vel af stað.
Tilgangur og hlutverk skjalasafnsins, skv. lögum er að stuðla að söfnun, innheimtu og varðveislu skjala, skrásetja þau, gera aðgengileg notendum og þannig leitast við að varðveita og efla þekkingu á sögu síns umdæmis. Skjalasafnið verður framvegis opið á þriðju- og miðvikudögum frá kl. 10:00-12:00. Einnig er velkomið að hafa samband við safnið í síma 525 6789 frá kl. 9:00-12:00 alla virka daga.