Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
23. apríl 2010

    Dagur umhverfisins Opið hús verð­ur í fugla­skoð­un­ar­hús­inu við Leiru­vog og úti­kennslu­svæði Varmár­skóla sunnu­dag­inn 25. apríl n.k í til­efni af Degi um­hverf­is­ins.

    Dagur umhverfisins

    Dag­ur um­hverf­is­ins hald­inn um land allt  núna á sunnu­dag­inn og er dag­ur­inn að þessu sinni til­eink­að­ur líf­fræði­legri fjöl­breytni.

    Af því til­efni býð­ur Varmár­skóli gest­um að kynna sér úti­kennslu­svæði Varmár­skóla, við Skóla­garð­ana að Varmá frá kl. 12:00-14:00.  Í boði verða leik­ir um svæð­ið, kveikt verð­ur upp í hlóð­un­um og boð­ið uppá heit­an drykk.

    All­ir eru boðn­ir vel­komn­ir að eiga góða stund í útield­hús­inu, Vin.

    Mos­fells­bær býð­ur einn­ig uppá opið hús í fugla­skoð­un­ar­hús­inu við Leiru­vog frá kl. 10:00-15:00.  Fugla­sér­fræð­ing­ur verð­ur á staðn­um og veit­ir upp­lýs­ing­ar um fugl­ana á svæð­inu og leið­bein­ir um grein­ing­ar á þeim. 
    Fugla­fræð­ing­ar frá East Anglia há­skól­an­um líta við og fræða gesti um ár­leg­ar rann­sókn­ir sín­ar á jaðrak­an í Leiru­vogi.

    Leiru­vog­ur­inn er ein­stak­ur hvað varð­ar fugla­líf all­an árs­ins hring og því gott að fylgjast þar með fugl­um í sínu nátt­úru­lega um­hverfi.  Hús­ið er vel stað­sett við Langa­tanga neð­an við golf­völl­inn, þar sem gott út­sýni er yfir bæði hvíld­ar­stað mar­gra fugla­teg­und og sjálf­ar leir­urn­ar þar sem þeir koma til að afla sér fæðu.

    Mos­fell­ing­ar eru hvatt­ir til að nýta sér tæki­fær­ið og kynna sér þá góðu að­stöðu sem boð­ið er uppá í fugla­skoð­un­ar­hús­inu und­ir leið­sögn fróðra manna.

    Nán­ari upp­lýs­ing­ar má finna á www.mos.is/baer­inn­minn/fugla­skoð­un .

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00