Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
5. febrúar 2010

    Dagur leikskólansHald­ið er upp á dag leik­skól­ans um allt land í dag. Markmið með degi leik­skól­ans er að vekja at­hygli á starf­semi leik­skól­an­sog mik­il­vægi hans fyr­ir mennta­kerf­ið í heild sinni

    Dagur leikskólansMennta­mála­ráðu­neyt­ið, Fé­lag leik­skóla­kenn­ara, Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og Heim­ili og skóli hafa tek­ið hönd­um sam­an og til­einkað 6. fe­brú­ar ár hvert leik­skól­um lands­ins. Markmið með degi leik­skól­ans er að vekja at­hygli á starf­semi leik­skól­ans og mik­il­vægi hans fyr­ir mennta­kerf­ið í heild sinni.

    Í leik­skóla stíga börn fyrstu skref­in á mennta­braut­inni. Í leik­skól­um skal vel­ferð og hag­ur barna hafð­ur að leið­ar­ljósi í öllu starfi. Veita skal börn­um umönn­un og mennt­un, búa þeim, hollt og hvetj­andi upp­eld­is­um­hverfi og ör­ugg náms- og leikskil­yrði.

    Rauð­ur þráð­ur í leik­skólastarfi er að skipu­leggja um­hverfi þar sem börn öðl­ast þekk­ingu og færni með eig­in upp­göt­un­um í leik og starfi inn­an dyra sem utan.

    Þann 6. fe­brú­ar árið 1950 stofn­uðu frum­kvöðl­ar leik­skóla­kenn­ara fyrstu sam­tök sín og halda því í ár upp á 60 ára af­mæli sitt jafn­framt.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00