Haldið er upp á dag leikskólans um allt land í dag. Markmið með degi leikskólans er að vekja athygli á starfsemi leikskólansog mikilvægi hans fyrir menntakerfið í heild sinni
Menntamálaráðuneytið, Félag leikskólakennara, Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóli hafa tekið höndum saman og tileinkað 6. febrúar ár hvert leikskólum landsins. Markmið með degi leikskólans er að vekja athygli á starfsemi leikskólans og mikilvægi hans fyrir menntakerfið í heild sinni.
Í leikskóla stíga börn fyrstu skrefin á menntabrautinni. Í leikskólum skal velferð og hagur barna hafður að leiðarljósi í öllu starfi. Veita skal börnum umönnun og menntun, búa þeim, hollt og hvetjandi uppeldisumhverfi og örugg náms- og leikskilyrði.
Rauður þráður í leikskólastarfi er að skipuleggja umhverfi þar sem börn öðlast þekkingu og færni með eigin uppgötunum í leik og starfi innan dyra sem utan.
Þann 6. febrúar árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín og halda því í ár upp á 60 ára afmæli sitt jafnframt.