Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
14. september 2017

    Dag­ur ís­lenskr­ar nátt­úru er hald­inn há­tíði­leg­ur laug­ar­dag­inn 16. sept­em­ber. Þetta er í sjö­unda sinn sem ís­lenskri nátt­úru er fagn­að á þess­um degi en hann ber upp á af­mæl­is­degi Óm­ars Ragn­ars­son­ar ár hvert.

    Dag­ur ís­lenskr­ar nátt­úru er hald­inn há­tíði­leg­ur laug­ar­dag­inn 16. sept­em­ber. Þetta er í sjö­unda sinn sem ís­lenskri nátt­úru er fagn­að á þess­um degi en hann ber upp á af­mæl­is­degi Óm­ars Ragn­ars­son­ar ár hvert. Sem frétta- og þátta­gerð­ar­mað­ur hef­ur hann ver­ið óþreyt­andi við að opna augu al­menn­ings fyr­ir þeim auðæf­um sem felast í nátt­úru lands­ins og mik­il­vægi þess að vernda hana og varð­veita en þann 16. sept­em­ber 2010, á 70 ára af­mæli Óm­ars Ragn­ars­son­ar, var ákveð­ið að sá dag­ur yrði upp frá því til­eink­að­ur ís­lenskri nátt­úru.

    Mark­mið­ið með degi ís­lenskr­ar nátt­úru er að beina sjón­um lands­manna að hinni ein­stöku nátt­úru lands­ins, gögn­um henn­ar og gæð­um.

    Dag­ur ís­lenskr­ar nátt­úru í Mos­fells­bæ

    Á Degi ís­lenskr­ar nátt­úru er kjör­ið tæki­færi að beina sjón­um að þeim auði sem felst í ís­lenskri nátt­úru, í stóru og smáu sam­hengi. Íbú­ar í Mos­fells­bæ eru hvatt­ir til að nýta sér fjöl­breytt úr­val hjóla­stíga til úti­vist­ar í fal­legri nátt­úru.

    Í Mos­fells­bæ munu börn­in á leik­skól­an­um Hlíð í Mos­fells­bæ gróð­ur­setja birkitré í úti­stofu sem stað­sett er í klett­um á opnu svæði vest­an við leik­skól­ann. Úti­stof­an kallast Skóg­ar­hlíð. Fjög­ur tré eru gróð­ur­sett, eitt fyr­ir hverja deild. Eft­ir gróð­ur­setn­ingu fá börn­in sér hress­ingu í Skóg­ar­hlíð.

    Dag­ana 16.- 22. sept­em­ber er Evr­ópsk Sam­göngu­vika sem Mos­fells­bær tek­ur þátt í. Átak­ið er ár­legt og er yf­ir­skrift­in í ár “För­um lengra – sam­ferða”. Mos­fells­bær verð­ur með spenn­andi við­burði í þessu úti­vistar­átaki. Markmið vik­unn­ar er að hvetja fólk til um­hugs­un­ar um eig­in ferða­venj­ur og virkja það til að nota al­menn­ings­sam­göng­ur, hjóla eða ganga.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-12:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00