Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
19. desember 2014

    “Bú­ast má við tals­verðu leys­inga­vatni á laug­ar­dag og gæti orð­ið laun­hált enda bráðn­ar auð­veld­lega ný­fall­inn snjór þeg­ar hlán­ar” seg­ir þeir hjá Veð­ur­vakt­inni um skil sem fara yfir land­ið á morg­un. Gera má ráð fyr­ir að vatns­elg­ur geti orð­ið nokk­ur á göt­um bæj­ar­inns.

    “Bú­ast má við tals­verðu leys­inga­vatni á laug­ar­dag og laun­hálku enda bráðn­ar auð­veld­lega ný­fall­inn snjór þeg­ar hlán­ar” seg­ir þeir hjá Veð­ur­vakt­inni um skil sem fara yfir land­ið á morg­un. Gera má ráð fyr­ir að vatns­elg­ur geti orð­ið nokk­ur á göt­um bæj­ar­inns.

    Blot­inn geng­ur hratt yfir, byrj­ar með skamm­vinnu hríð­arkófi suð­vest­an­lands snemma, en fljót­lega upp úr há­degi hlán­ar og síð­deg­is er spáð 5 til 6 stiga hita á lág­lendi sunn­an og vest­an­lands. Aðra nótt kóln­ar síð­an aft­ur nið­ur und­ir frost­mark.

    Eft­ir ofan­kom­una und­an­far­ið er nóg af snjó og víða klaki und­ir og hvet­ur trygg­inga­fé­lag­ið VÍS hús­eig­end­ur, sér í lagi á suð­ur og vest­ur­landi, til að gæta vel að nið­ur­föll­um fyr­ir morg­undag­inn og tryggja að vatn eigi greiða leið að þeim. Einn­ig að moka snjó af svöl­um og frá hús­veggj­um til að minnka lík­ur á leka. Tjón þar sem vatn kem­ur inn að utan er oft ekki bóta­skylt og þá sit­ur fólk sjálft uppi með það.

    Þá sé mik­il­vægt að hægja á sér í um­ferð­inni þar sem svo hátt­ar til að vatns­elg­ur er á göt­um og leit­ast við að aka utan vatns­rása því ella er hætta á að bíl­ar fljóti upp og öku­mað­ur missi stjórn­ina. Þá geta að­stæð­ur á morg­un jafn­framt ver­ið vara­sam­ar fyr­ir bæði gang­andi og hjólandi og nauð­syn­legt fyr­ir alla að fara var­lega.

    Frétt­ir / mbl.is

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00