Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
12. ágúst 2020

    Sam­kvæmt nýrri aug­lýs­ingu heil­brigð­is­ráð­herra um tak­mörk­un á sam­kom­um vegna far­sótt­ar sem tek­ur gildi 14. ág­úst verða regl­ur um ná­lægð­ar­tak­mörk í fram­halds- og há­skól­um rýmk­að­ar og sömu­leið­is í íþrótt­um.

    Sam­kvæmt nýrri aug­lýs­ingu heil­brigð­is­ráð­herra um tak­mörk­un á sam­kom­um vegna far­sótt­ar sem tek­ur gildi 14. ág­úst verða regl­ur um ná­lægð­ar­tak­mörk í fram­halds- og há­skól­um rýmk­að­ar og sömu­leið­is í íþrótt­um. Að öðru leyti gild­ir áfram meg­in­regl­an um 2 metra ná­lægð­ar­mörk. Við að­stæð­ur þar sem eðli starf­semi krefst meiri ná­lægð­ar milli ein­stak­linga en tveggja 2 metra og í al­menn­ings­sam­göng­um þar sem ferð var­ir í 30 mín­út­ur eða leng­ur skal nota and­lits­grímu. Hjúkr­un­ar­heim­il­um, öðr­um heil­brigð­is­stofn­un­um og sam­bæri­leg­um stofn­un­um er gert skylt að setja regl­ur um starf­semi sína, svo sem um heim­sókn­ir ut­an­að­kom­andi að heim­il­um og stofn­un­um. Fjölda­tak­mörk mið­ast áfram við 100 manns að há­marki. Eins og fram kem­ur í aug­lýs­ingu ráð­herra er rík áhersla lögð á ein­stak­lings­bundn­ar sótt­varn­ir og al­menn­ar smit­varn­ir með tíð­um og reglu­bundn­um þrif­um þar sem fólk kem­ur sam­an.

    Þær breyt­ing­ar sem verða með nýrri aug­lýs­ingu um tak­mörk­un á sam­kom­um eru í sam­ræmi við til­lög­ur sótt­varna­lækn­is sem fram koma í minn­is­blaði hans til ráð­herra frá 11. ág­úst síð­ast­liðn­um.

    Ná­lægð­ar­tak­mörk­un í fram­halds- og há­skól­um

    Í fram­halds- og há­skól­um verð­ur heim­ilt að hafa 1 metra á milli ein­stak­linga án þess að and­lits­grím­ur séu not­að­ar. Þar skal sótt­hreinsa sam­eig­in­leg­an bún­að og snertifleti minnst einu sinni á dag og áhersla skal lögð á ein­stak­lings­bundn­ar sótt­varn­ir.

    Ná­lægð­ar­tak­mörk­un í íþrótt­um

    Þrátt fyr­ir meg­in­regl­una um 2 metra ná­lægð­ar­tak­mörk­un verða snert­ing­ar heim­il­ar milli íþrótta­fólks á æf­ing­um og í keppn­um. Aft­ur á móti skal virða 2 metra regl­una í bún­ings­klef­um og á öðr­um svæð­um utan keppni og æf­inga. Að­r­ir, með­al ann­ars þjálf­ar­ar, starfs­menn og sjálf­boða­lið­ar, skulu ávallt virða 2 metra regl­una. Íþrótta- og ólymp­íu­sam­band Ís­lands skal setja sér­sam­bönd­um sín­um nán­ari regl­ur í sam­ráði við sótt­varna­lækni, með­al ann­ars um ein­stak­lings­bundn­ar sótt­varn­ir, sótt­hreins­un bún­að­ar, fram­kvæmd æf­inga og keppna.

    And­lits­grím­ur

    Við að­stæð­ur þar sem skylt er að nota and­lits­grím­ur líkt og skil­greint er í aug­lýs­ing­unni skal að­eins nota grím­ur sem upp­fylla kröf­ur evr­ópsku staðla­sam­tak­anna (CEN) og hef­ur sótt­varna­lækn­ir jafn­framt sett nán­ari leið­bein­ing­ar þar að lút­andi.

    Börn

    Börn fædd árið 2005 eða síð­ar eru áfram und­an­skilin ákvæð­um 3. gr. aug­lýs­ing­ar­inn­ar sem snúa að fjölda­tak­mörk­un og 4. gr. um al­menna ná­lægð­ar­tak­mörk­un.

    Breyt­ing­arn­ar sem hér um ræð­ir snúa ein­ung­is að tak­mörk­un­um á sam­kom­um vegna far­sótt­ar inn­an­lands, en gild­andi aug­lýs­ing fell­ur úr gildi 14. ág­úst. Í minn­is­blaði sótt­varna­lækn­is til heil­brigð­is­ráð­herra er einn­ig fjallað um mögu­leg­ar breyt­ing­ar á fyr­ir­komu­lagi vegna skim­ana á landa­mær­um. Gild­andi reglu­gerð hvað það varð­ar gild­ir til 15. sept­em­ber.

     

    Frétt á vef Stjórn­ar­ráðs Ís­lands:

     

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00