Á gamlárskvöld verður áramótabrenna neðan Holtahverfis við Leirvoginn þar sem þrettándabrennan er árlega. Kveikt verður í brennunni kl. 20:30. Athugið að áramótabrennan verður á sama stað og þrettándabrennan.
Á gamlárskvöld verður áramótabrenna á vegum Mosfellsbæjar og handknattleiksdeildar Aftureldingar.
Brennan verður neðan Holtahverfis við Leirvoginn þar sem þrettándabrennan er árlega.
Kveikt verður í brennunni kl. 20:30.
Athugið að áramótabrennan verður á sama stað og þrettándabrennan.
Hin árlega þrettándabrenna fer fram að þessu sinni laugardaginn 4. janúar. Blysför verður frá Miðbæjartorgi kl. 18. Skólahljómsveit Mosfellsbæjar leikur auk þess sem Grýla og Leppalúði verða á svæðinu með sitt hyski. Þá verður Biggi Haralds og Stormsveitin einnig í miklu stuði.
Kyndill verður með glæsilega flugeldasýningu að vanda.