Við upphaf nýs kjörtímabils samþykkti bæjarstjórn Mosfellsbæjar breytingar á fyrirkomulagi nefnda hjá Mosfellsbæ.
Við upphaf nýs kjörtímabils samþykkti bæjarstjórn Mosfellsbæjar breytingar á fyrirkomulagi nefnda hjá Mosfellsbæ.
Til varð ný nefnd sem heitir lýðræðis- og mannréttindanefnd og mun sinna lýðræðismálum sem áður voru á borði bæjarráðs og jafnréttismálum sem áður var sinnt af fjölskyldunefnd. Formaður þeirrar nefndar er Una Hildardóttir.
Þá varð til ný nefnd sem nefnist menningar- og nýsköpunarnefnd sem tekur við verkefnum sem áður var sinnt af menningarmálanefnd og þróunar- og ferðamálanefnd. Við þá breytingu víkkar verksvið nefndarinnar þar sem atvinnumál sem málaflokkur, að því leyti sem þau eru ekki falin bæjarráði, verður sinnt af menningar- og nýsköpunarnefnd. Formaður þeirrar nefndar er Davíð Ólafsson.
Loks var ákveðið að forvarnamál sem áður var sinnt af fjölskyldunefnd verði í framtíðinni verkefni íþrótta- og tómstundanefndar sem samhliða sinni lýðheilsumálum almennt.