Samgöngu- og þróunarásar fyrir hágæðakerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu – Borgarlína. Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins auglýsir tillögu að breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040, sbr. 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Samgöngu- og þróunarásar fyrir hágæðakerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu – Borgarlína.
Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins auglýsir tillögu að breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040, sbr. 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Breytingartillagan er tilkomin vegna undirbúnings Borgarlínu – hágæða almenningssamgöngukerfis sem tengja á öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Með breytingunni eru markaðir samgöngu- og þróunarásar en Borgarlína mun liggja innan þeirra. Einnig eru sett fram leiðbeinandi sem lúta að uppbyggingu innan samgöngu- og þróunarása.
Breytingartillagan, ásamt umhverfisskýrslu, ábendingum Skipulagsstofnunar og þeim athugasemdum sem bárust við tillögudrögin, liggur nú frammi til sýnis á skrifstofu SSH, Hamraborg 9 Kópavogi, hjá Skipulagstofnun, Borgartúni 7b í Reykjavík og á skrifstofum allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til og með fimmtudagsins 18. janúar 2018. Gögnin eru einnig aðgengileg á ssh.is/svaedisskipulag.
Þau sem vilja kynna sér tillöguna frekar er hvattir til að mæta á opið hús á skrifstofu SSH, Hamraborg 9, Kópavogi á eftirtöldum dögum:
- 13. desember kl. 11:30 – 13:30 og 15:30 – 17:30
- 11. janúar kl. 11:30 – 13:30 og 15:30 – 17:30
Fólk sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er hvatt til að kynna sér tillögurna.
Ábendingum og athugasemdum við tillögurna skal skila skriflega til skrifstofu SSH Hamraborg 9, 200 Kópavogi eða á netfangið ssh@ssh.is eigi síðar en kl. 16:00 miðvikudaginn 17. janúar 2018.
Svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins