Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
6. ágúst 2020

Hita­veita Veitna breytti í júní af­hend­ingu heits vatns í Mos­fells­bæ og nokkr­um hverf­um Reykja­vík­ur.

Þau fá upp­hitað vatn frá virkj­un­um ON á Hell­is­heiði og á Nesja­völl­um í stað vatns úr bor­hol­um á jarð­hita­svæð­um í Reykja­vík og Mos­fells­bæ. Um tíma­bundna að­gerð er að ræða en ráð­gert er að þessi til­hög­un standi fram til um 20. ág­úst. Svip­að fyr­ir­komulag var haft á af­hend­ingu vatns í nokkr­um hverf­um um tíma sl. sum­ar og gafst það vel.

Helsti mun­ur­inn á virkj­ana­vatni og jarð­hita­vatni er að jarð­hita­vatn kem­ur úr bor­hol­um og er veitt beint úr hol­un­um og inn á dreifi­kerf­ið en virkj­ana­vatn­ið er upp­hitað grunn­vatn. Ekki er mark­tæk­ur mun­ur á þess­um tveim­ur teg­und­um af vatni þann­ig að not­end­ur ættu ekki að finna mun á vatn­inu, utan þess að ör­lít­ið minni lykt af brenni­steinsvetni gæti ver­ið af vatn­inu. Eng­ar breyt­ing­ar verða á hita­stigi eða þrýst­ingi í hita­veit­unni við skipt­in.

Létt á vinnslu úr jarð­hita­svæð­um

Þess­ari tíma­bundnu að­gerð er ætlað að stækka dreif­i­s­væð­ið sem fær virkj­ana­vatn til að nýta bet­ur fram­leiðslu­getu virkj­ana. Á með­an er létt á vinnslu úr jarð­hita­svæð­um í Reykja­vík og Mos­fells­bæ sem ger­ir mögu­legt að safna meiri forða fyr­ir vet­ur­inn. Aukin notk­un heits vatns á hvern ein­stak­ling, mik­il upp­bygg­ing og þétt­ing byggð­ar í þeim hverf­um sem nýta jarð­hita­vatn skap­ar álag á jarð­hita­svæð­in sem bregð­ast þarf við. Í sögu­legu sam­hengi er stað­an þokka­leg en til að tryggja sjálf­bærni þess­ar­ar dýr­mætu auð­lind­ar til fram­tíð­ar þarf að auka hlut virkj­ana­vatns­ins og minnka hlut jarð­hita­vatns­ins.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00