Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
2. desember 2014

    Föstu­dag­inn 28. nóv­em­ber fór fram vinnu­stofa um bráð­gera nem­end­ur í grunn­skól­un­um. Með­al þess sem fjall­að var um var hvernig skil­grein­um við bráð­gera nem­end­ur, hverj­ar eru þarf­ir þeirra og hvað þarf að gera til að mæta þörf­um bráð­gerra nem­enda í skóla­starf­inu varð­andi nám og vellíð­an. Nið­ur­stöð­ur vinnu­stof­unn­ar verða not­að­ar til frek­ari stefnu­mót­un­ar og sem grunn­ur að fræðslu til kenn­ara og skóla. Um 60 manns mættu og tóku þátt í vinn­unni og marg­ar hug­mynd­ir og til­lög­ur komu fram sem verða skoð­að­ar frek­ar og kynnt­ar síð­ar í sveit­ar­fé­lög­un­um inn­an SSH.

    Föstu­dag­inn 28. nóv­em­ber fór fram vinnu­stofa um bráð­gera nem­end­ur í grunn­skól­un­um. Með­al þess sem fjall­að var um var hvernig skil­grein­um við bráð­gera nem­end­ur, hverj­ar eru þarf­ir þeirra og hvað þarf að gera til að mæta þörf­um bráð­gerra nem­enda í skóla­starf­inu varð­andi nám og vellíð­an. Nið­ur­stöð­ur vinnu­stof­unn­ar verða not­að­ar til frek­ari stefnu­mót­un­ar og sem grunn­ur að fræðslu til kenn­ara og skóla. Um 60 manns mættu og tóku þátt í vinn­unni og marg­ar hug­mynd­ir og til­lög­ur komu fram sem verða skoð­að­ar frek­ar og kynnt­ar síð­ar í sveit­ar­fé­lög­un­um inn­an SSH.

    VinnustofaVinnu­stof­an var skipu­lögð af starfs­hópi sem skip­að­ur er full­trú­um sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Sam­starfs­hóp­ur­inn hef­ur það verk­efni að vinna að fræðslu fyr­ir grunn­skóla­kenn­ara á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og var þetta fyrsti þátt­ur í nýju verk­efni þess hóps. Í far­vatn­inu er frek­ari stefnu­mót­un um kennslu bráð­gerra nem­enda og fræðsla fyr­ir grunn­skóla­kenn­ara á næsta ári. Starfs­hóp­ur­inn er með heima­síðu þar sem hann kynn­ir við­fangs­efni sín og miðl­ar fræðslu um þau verk­efni sem hann hef­ur stað­ið að og fræðslu­efni sem tengj­ast þeim. Á þá síðu má kom­ast hér.

    Nið­ur­stöð­ur vinnu­stof­unn­ar og fram­hald vinn­unn­ar mun koma á vef verk­efn­is­ins.